Norðurorg er söngkeppni allra félagsmiðstöðva á Norðurlandi. Félagsmiðstöðvarnar á Norðurlandi eru um 19 talsins og keppast þær um fimm sæti í lokakeppni söngkeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöllinni í byrjun maí. Félagsmiðstöðvarnar á Norðurlandi skiptast á að halda undankeppnina og í ár fer hún fram í Skagafirði þann 14. mars.
Viðburðurinn er óhagnaðardrifinn og óska skipuleggjendur eftir afnotum af íþróttahúsinu endurgjaldslaust. Reiknað er með að um 500 manns af Norðurlandi verði á viðburðinum.
Nefndin samþykkir samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. reglna um útleigu á íþróttahúsum í ákvörðun sinni þar sem ljóst er að ekki er hægt að halda viðburðinn í öðru húsnæði í sveitarfélaginu.
Viðburðurinn er óhagnaðardrifinn og óska skipuleggjendur eftir afnotum af íþróttahúsinu endurgjaldslaust. Reiknað er með að um 500 manns af Norðurlandi verði á viðburðinum.
Nefndin samþykkir samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. reglna um útleigu á íþróttahúsum í ákvörðun sinni þar sem ljóst er að ekki er hægt að halda viðburðinn í öðru húsnæði í sveitarfélaginu.