Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði kom saman í fundarsal Stjórnsýsluhússins þann 28.09.1998 kl. 16.30.
Dagskrá:
- U.M.S.S.
- Skíðadeild Tindastóls.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Herdís Sigurðardóttir, formaður U.M.S.S., kom á fundinn og kynnti starfsemi sambandsins og framtíðaráform.
Herdís vék nú af fundi. - Gunnar Björn Rögnvaldsson, formaður Skíðadeildar Tindastóls og Viggó Jónsson, formaður framkvæmdanefndar um skíðasvæði, mættu á fundinn og gerðu grein fyrir hugmyndum um nýtt skíðasvæði í Lambárbotnum
- Önnur mál.
“Nefndin samþykkir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kanni möguleika á því að jafna aðstöðu milli þéttbýlis og dreifbýlis hvað varðar íþróttaiðkun barna, unglinga og fullorðinna. Leita skal samvinnu við ungmennafélög á svæðinu og kanna möguleika á því að nýta þau mannvirki, sem til staðar eru”.
Fundargerð upplesin og samþykkt.