Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

9. fundur 26. október 1998 kl. 20:30 Í Stjórnsýsluhúsi Sauðárkróks

Menningar-, íþrótta og æskulýðsnefnd í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði kom saman í fundarsal Stjórnsýsluhúss  Sauðárkróks mánudagskvöldið 26. október, kl. 20.30.

Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Helgi Thorarensen, Sigurbjörg Guðjóns­dóttir, Gísli Eymarsson, auk Páls Kolbeinssonar ritara.

                

Dagskrá:

1.   Framkvæmdanefnd 2000.

2.   Bréf til skíðadeildar U.M.F.T.

3.   Framtíð  íþróttamála  í Skagafirði..

4.   Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

 

  1. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Víða um land er undirbúningur hátíðarhalda í tilefni ársins 2000 hafinn. Má  þar nefna störf landafundanefndar, kristnitökunefndar og M2000 nefndar, sem heldur utan um verkefnið “Reykjavík, menningar­borg Evrópu árið 2000.” Menningar-, íþrótta og æskulýðsnefnd leggur til að staðið verði vel og skipulega að undirbúningi hátíðarhaldanna hér í Skagafirði og að vel verði minnst landafunda og kristnitöku, sem eru svo samofin sögu Skagafjarðar.
    Varðandi hátíðarhöld ársins 2000 skal sveitarstjórn skipa stýrihóp og ráðgjafanefnd sem skipuleggur hátíðarhöldin. Stýrihópurinn ber ábyrgð á fjámálum  verkefnisins og ræður starfsmenn. Starfsmaður vinnur í  samráði við stýrihópinn og ráðgjafanefnd. Ráðgjafanefndin skal hafa nána samvinnu og samráð við stýrihóp verkefnisins og vera honum til ráðgjafar um framkvæmd. Verkefni nefndarinnar og stýrihópsins skal vera að búa til ramma um hátíðarhöldin og gera drög að fjárhagsáætlun fyrir verkefnið. Hafa skal samráð og samvinnu við aðra aðila sem standa að hátíðarhöldum árið 2000.
    Stýrihópur:
    Gísli Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna.
    Herdís Sæmundardóttir, oddviti framsóknarmanna.
    Ingibjörg Hafstað, oddviti S- listans.
    Ásdís Guðmundsdóttir, formaður MÍÆ.
    Stefán Guðmundsson, formaður atvinnu og ferðamálanefndar.
    Ráðgjafanefnd:
    Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri.
    Deborah Robinson, ferðamálafulltrúi.
    Unnar Ingvarsson, skjalavörður.
    Björn Björnsson, skólastjóri.
    Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Formaður ferðamálafélags Skagafjarðar og Siglufjarðar.
    Tillagan var samþykkt.
  2. Bréf til Skíðadeildar lagt fram og rætt. Í bréfinu er óskað eftir stöðu mála varðandi framkvæmdir við uppbyggingu skíðasvæðis í Lambárbotnum vegna stefnu­mótunar.
  3. Íþróttamál í Skagafirði voru rædd og samþykkt að óska eftir fundi með milliþinga­nefnd UMSS, sem fjallar um framtíð sambandsins.
  4. Önnur mál.
    1. Starfssamningur við Katrínu Gunnarsdóttur, fornleifafræðing, um skráningu fornleifa í Skagafjaðarhéraði kynntur.

Fleira ekki gert og fundi slitið.