Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Menningar- íþrótta og æskulýðsnefnd kom saman mánudaginn 7. desember í fundarsal Stjórnsýsluhúss Sauðárkróks.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Helgi Thorarensen, Björgvin Guðmundsson auk Páls Kolbeinssonar ritara.
DAGSKRÁ:
1. Viðræður við milliþinganefnd U.M.S.S.
2. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Milliþinganefndin lagði fram niðurstöður varðandi framtíðarmál sambandsins svo sem hlutverk U.M.S.S. og samskipti þess við sambandsfélög og sveitarstjórnir, fjármál, fræðslumál og stjórnun.
Rætt var um ýmiss mál varðandi samskiptin og var samþykkt að undirbúa drög að samningi milli sveitarstjórnar og U.M.S.S.
2.
a) Rætt um málefni bókasafna. Samþykkt að fá Dóru Þorsteinsdóttur, bókasafnsvörð á fund nefndarinnar og kynna stöðu bókasafna í Skagafirði.
b) Bréf tekið fyrir frá New Iceland Heritage Museum þar sem óskað er eftir að fá Sigríði Sigurðardóttur lánaða í einn mánuð til vinnu í Gimli. Sigríði er ætlað að meta íslenska hluti og aðstoða við undirbúning á sýningu “New Icelands Exhibit”.
c) Bókun frá Helga Thorarensen, 7. desember 1998.
“Á undanförnum vikum hefur Byggðaráð tekið til umfjöllunar eða afgreitt mál, sem óumdeilanlega eru innan starfssviðs Menningar,-íþrótta og æslulýðsnefndar, án þess að hafa samráð við nefndina. Hér er m.a. átt við erindi Egils Arnars Arnarsonar afgreitt á fundi Byggðaráðs15.10.98, erindi Byggðasögunefndar Skagfirðinga tekið fyrir á fundi 29.10.98 og yfirlýsingu Byggðaráðs 24.11.98 varðandi framtíðarskíðasvæði Skagafjarðar.
Öll þessi mál tengjast framtíðarstefnumótun sveitarfélagsins í þessum málaflokkum, sem unnið er að innan Menningar, -íþrótta og æskulýðsnefndar. Ekki er dregið í efa umboð Byggðaráðs og sveitarstjórnar til þess að afgreiða þessi mál. Hins vegar er afar óeðlilegt að ekki skuli hafa verið leitað umsagnar nefndarinnar.
Hlutverk og skipan fastanefnda innan stjórnskipulags Skagafjarðar miðar að því að efla faglega umfjöllun um ákveðna mikilvæga málaflokka og leggja grunn að virkara lýðræði í stjórnun sveitarfélagsins. Einmitt núna, fyrst eftir stofnun sveitarfélagsins Skagafjarðar, er verið að skapa þær hefðir sem ríkja munu um afgreiðslu mála innan sveitarstjórnar. Það er mikið áhyggjuefni, ef núverandi Byggðaráð ætlar að sniðganga einn mikilvægasta hornstein virks lýðræðis innan stjórnskipulags sveitarfélagsins. Byggðaráð Skagafjarðar er því hvatt til þess að skapa þá ófrávíkjanlegu hefð í framtíðinni að leita umsagnar fastanefnda sveitarfélagsins áður en ákvarðanir eru teknar um fjárveitingar eða önnur mikilvæg mál innan sveitarfélagsins. Jafnframt er formaður Menningar-, íþrótta og æskulýðsnefndar hvött til að halda vöku sinni og
standa vörð um að öll mál, sem heyra undir Menningar -íþrótta og æskulýðsmál, verði send nefndinni til umfjöllunar.”
Vegna bókunar Helga leggur Ásdís Guðmundsdóttir fram eftirfarandi bókun :
“Vegna bókunar Helga Thorarensen vill formaður taka fram að sú bókun sem hann kemur með er að nokkru leyti réttmæt. Samt sem áður er rétt að taka fram að þau málefni sem um er að ræða voru þess eðlis að annarsvegar var um stór fjárútlát að ræða og því Byggðaráðs að fjalla um.
Hvað varðar skíðasvæðið skal taka fram að langt er um liðið síðan vinna við undirbúning skíðasvæðis hófst og í raun aðeins farið fram á staðfestingu nýs sveitarfélags á því að um framtíðarskíðasvæði væri að ræða. Það er hins vegar á valdi nefndarinnar að ákveða hvenær fjármagn til framkvæmda verður veitt.”
Fleira ekki gert og fundi slitið