Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Menningar íþrótta og æskulýðsnefnd Skagafjarðar kom saman mánudaginn 11. janúar kl. 17.00 í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Jón Garðarsson, Björgvin Guðmundsson og Helgi Thorarensen auk Páls Kolbeinssonar ritara.
Dagskrá:
- Erindi frá ríkislögreglustjóra,-Árni Pálsson rannsóknarlögreglumaður og Ríkarður Másson sýslumaður Skagfirðinga mæta á fundinn.
- Forvarnarnefnd.
- Félagsmiðstöð - heimsókn.
- Tómstundamál.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Ríkislögreglustjóri hefur í bréfi til sveitastjórna lagt áherslu á aukið samstarf lögreglu og sveitastjórna með það að markmiði að fækka glæpum í þjóðfélaginu.
Ríkarður Másson sýslumaður og Árni Pálsson rannsóknarlögreglumaður mættu á fundinn og kynntu forvarnarverkefni lögreglunnar í Skagafirði. Ýmislegt var rætt m.a. foreldrarölt, gæsla á dansleikjum í félagsheimilum, þátttaka foreldra í forvarnarmálum og breytta löggjöf um málefni barna og unglinga.
Fundarmenn voru sammála um að forvarnarstarf hefst og endar á heimilunum og því þátttaka foreldra lykillinn að árangri í forvörnum gegn glæpum og vímuefnaneyslu.
Ríkarður Másson og Árni Pálsson véku af fundi. - Samþykkt var að Ásdís Guðmundsdóttir yrði fulltrúi Menningar-íþrótta og æskulýðsnefndar í forvarnarnefnd Skagafjarðar.
- Félagsmiðstöðin heimsótt og starfsemin kynnt.
- Frestað til næsta fundar
- Önnur mál engin.
Fleira ekki gert og fundi slitið.