Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Menningar-íþrótta- og æskulýðsnefnd kom saman mánudaginn 8. mars 1999 kl. 1630 í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Helgi Thorarensen, Gísli Eymarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, auk Páls Kolbeinssonar ritara.
DAGSKRÁ:
- Fjárhagsáætlun 1999.
- Kosning varaformanns.
- Félagsheimili.
- Styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsfélaga.
- Tillaga um menningarsjóð.
- Hátíðarhöld.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Rætt um fjárhagsáætlun og hún samþykkt.
- Formaður lagði til að Jón Garðarsson yrði kosinn varaformaður nefndarinnar. Ekki bárust fleiri tillögur og skoðast hann því rétt kjörinn.
- Rætt um málefni félagsheimila. Samþykkt að boða formenn hússtjórna á fund nefndarinnar.
- Rætt um styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsfélaga. Frestað til næsta fundar.
- Formaður leggur fram eftirfarandi tillögu:
“Stofnaður verði Menningarsjóður Skagafjarðar, sem hafi það hlutverk að veita styrki til hinna ýmsu menningarfélaga á svæðinu. Auglýst verður einu sinni á ári eftir umsóknum í sjóðinn og verður veitt úr honum samkvæmt nánari reglum sem menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd setur”.
Tillagan er samþykkt. Form. falið að leggja fram á næsta fundi drög að reglugerð. - Rætt um Sæluviku og hátíðarhöld á 17. júní. Formanni og starfsmanni falið að afla upplýsinga.
- Önnur mál.
a) Borist hefur bréf frá Trausta Sveinssyni, óskað er eftir styrk vegna Fljótagöngu 1999 að upphæð kr. 600.000.- Nefndin samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 300.000.-
b) Borist hefur bréf frá Grunnskólanum á Sauðárkróki. Farið er fram á að nemendur geti notfært sér Muna- og minjasafnið á Sauðárkr. í daglegu starfi.
c) Borist hefur bréf frá Páli Kolbeinssyni þar sem hann segir starfi sínu upp hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Fleira ekki gert og fundi slitið.