Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Menningar- íþrótta of æskulýðsnefnd kom saman miðvikudaginn 21. apríl 1999 í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki kl. 16:00
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Helgi Thorarensen, Gísli Eymarsson og Sigurbjörg Guðjónsdóttir.
DAGSKRÁ:
1. Bréf frá UMSS
2. Reglur um Menningarsjóð.
3. Leikfélag Sauðárkróks.
4. Arnarstapi - bréf frá Jóni Gissurarsyni.
5. Bréf frá Kvenfélagi Sauðárkróks.
6. Bréf frá Viðari Hreinssyni.
7. Bréf frá Hilmari Sverrissyni og Birni Björnssyni.
8. Listahátíð íslands.
9. Bréf frá Kristnihátíðarnefnd Skagafjarðarprófastsdæmis.
10. Bréf frá Kór Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.
11. Bréf frá Jóni Garðarssyni og Helga Thorarensen.
AFGREIÐSLUR:
- Lagt fram boðsbréf frá UMSS varðandi 79. ársþing sambandsins. Ákveðið að þeir nefndarmenn fari sem eiga kost á því.
- Reglur um Menningarsjóð Skagafjarðar:
1gr.
Hlutverk Menningarsjóðs Skagafjarðar er að efla menningarlíf í sveitarfélaginu. Í því skyni veitir sjóðurinn starfsstyrki til menningarfélaga og styrki til einstakra verkefna.
2.gr.
Menningar-íþrótta og æskulýðsnefnd auglýsir eftir umsóknum um starfsstyrki frá félögum og félagasamtökum fyrir 10 mars ár hvert.
Umsóknum skal fylgja starfs og fjárhagsáætlun ásamt ársreikningum og almennri lýsingu á starfsemi félagsins.
3.gr.
Tekið er við styrkumsóknum til sérstakra menningarverkefna allt árið og afgreiðir nefndin þær ársfjórðungslega. Umsóknum skal fylgja ítarleg lýsing á verkefni ásamt kostnaðaráætlun og áætlun um frekari fjármögnun.
4.gr.
Umsóknum skal skilað til Menningar-íþrótta og æskulýðsnefndar á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins. Nefndin áskilur sér rétt til þess að vísa frá eða fresta afgreiðslu umsókna.
5.gr.
Menningar-íþrótta og æskulýðsnefnd fjallar um allar umsóknir og sker úr um hverjar séu styrktar. Nefndin skal svara öllum umsóknum bréflega.
6.gr.
Reglur þessar skulu endurskoðaðar að ári liðnu.
3. Lagt fram bréf frá Leikfélagi Sauðárkróks varðandi styrk vegna ársins 1999. Samþykkt að veita Leikfélaginu styrk að upphæð 700.000.-kr. en jafnframt óskað eftir nánari upplýsingum um starfsemi félagsins með tilvísun í Menningarsjóð Skagafjarðar.
4. Lagt fram bréf frá Jóni Gissurarsyni varðandi Arnarstapa á Vatnsskarði. Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina en sér sér ekki fært að styðja við verkefnið að svo stöddu.
5. Lagt fram bréf frá Kvenfélagi Sauðárkróks varðandi Dægurlagakeppni Kvenfélgsins samþykkt að styrkja Kvenfélagið um kr. 500.000.-.
6. Lagt fram bréf frá Viðari Hreinssyni varðandi styrk til ritunar ævisögu Stephans G. Stephanssonar. Nefndin samþykkir að veita Viðari styrk að upphæð 150.000.- kr. og mun nefndin mæla með styrkveitingu næstu tvö ár.
7. Lagt fram bréf frá Birni Björnssyni og Hilmari Sverrissyni varðandi styrk til útgáfu á kynningarefni fyrir Skagafjörð.
Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um 300.000.-kr. en vísar erindinu til Atvinnu og ferðamálanefndar sem kanni möguleikana á frekari fjármögnun.
8. Lagt fram bréf frá Hannesi Sigurðssyni og Sigríði D. Sverrisdóttur varðandi Listahátíð Ísland árið 2001.
Nefndin styður við hugmyndina og óskar eftir því að fá að fylgjast með framvindu mála. Nefndin samþykkir ennfremur að senda stuðningsyfirlýsingu til ofangreindra aðila.
9. Lagt fram bréf frá Kristnihátíðarnefnd varðandi sýningu á kirkjumunum að Hólum í Hjaltadal. Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari upplýsingum um fjármögnun. Ennfremur samþykkir nefndin að fela formanni að koma upplýsingum um erindið til stýrihóps ársins 2000.
10. Lagt fram bréf frá Kór Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra varðandi styrk vegna ferðar til Þýskalands og Póllands.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000.-
11. Bréf frá Jóni Garðarssyni og Helga Thorarensen lögð fram.
a. Félagsheimili í Skagafirði - lagt fram bréf varðandi stefnumótun félagsheimila.
b. Starfsáætlun fyrir Menningar-íþrótta og æskulýðsnefnd
Ákveðið að halda skipulagsfund þann 5. maí til að skipuleggja starf nefndarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið.