Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Menningar íþrótta og æskulýðsnefnd kom saman þann 10. maí 1999 í Stjórnsýsluhúsinu kl. 1700.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Björgvin Guðmundsson og Helgi Thorarensen.
DAGSKRÁ:
1. Forstöðumaður félagsmiðstöðvar.
2. Formaður Knattspyrnudeildar Tindastóls.
3. Íþróttamál.
4. Safnamál.
5. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Nýráðinn forstöðumaður félagsmiðstöðvar Sigríður Jóhannsdóttir, mætir á fundinn og kynnir starf sitt.
2. Formaður Knattspyrnudeildar Tindastóls Ómar Bragi Stefánsson, kom á fundinn og kynnti verkefnið “Knattspyrnuskóli Íslands” sem Knattspyrnudeild Tindastóls hefur unnið að að undanförnu, og verður haldinn um verslunarmannahelgina 1999 á Sauðárkróki.
3. Íþróttamál.
Nefndin samþykkir eftirfarandi starfsreglur vegna úthlutunar rekstrarstyrkja til íþróttafélaga.
1.gr.
Megnináhersla verður lögð á að veita rekstrarstyrki til íþrótta barna og unglinga á aldrinum 5-20 ára.
2. gr.
Hægt er að sækja sérstaklega um styrki til sértækra verkefna s.s.mótahalds.
3.gr.
Íþróttafélög sem sækja um rekstrarstyrki, þurfa að gera ítarlega grein fyrir starfsáætlun sinni á yfirstandandi ári.
Beðið er sérstaklega um eftirfarandi upplýsingar:
a. Starfsáætlun.
b. Fjölda íþróttaæfinga í hverri grein og hverjum aldursflokki.
c. Fjölda virkra þátttakenda í íþróttafélaginu.
d. Heildarfjármögnun.
e. Ársskýrslu og ársreikninga fyrra árs.
4.gr.
Umfang og skilvirkni þeirrar íþróttastarfsemi sem samræmist meginmarkmiðum nefndarinnar (sbr.lið 1.). verða höfð í huga þegar styrkir verða veittir.
5.gr.
Upphæð styrkja fer eftir iðkendafjölda ( þeir sem stunda reglubundnar æfingar og taka þátt í keppni) og fjölda æfinga samkvæmt nánari reglum Menningar íþrótta og æskulýðsnefndar.
6.gr.
Íþróttafélögin skulu í lok árs gera grein fyrir hvernig styrkjunum var varið.
7.gr.
Sækja skal um styrki á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Skagafjarðar.
8.gr.
Endurskoða skal reglur þessar að ári liðnu.
4. Safnamál,- frestað.
5. Önnur mál.
a. Bréf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra varðandi afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki við brautskráningu stúdenta þann 22. maí.
Nefndin samþykkir erindið.
Fundi slitið kl. 2030.
Fundargerð upplesin og samþykkt.