Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Eymarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Helgi Thorarensen, Jón Garðarsson og Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Bókasöfn í Skagafirði.
- Árið 2000.
- Bréf frá Iðnaðarmannafélagi Skagafjarðar vegna styrkbeiðni.
- Bréf frá Golfklúbbi Sauðárkróks.
- Félagsmiðstöðin Friður.
- Bréf frá hússtjórn Félagsh. Hegranesi.
- Tekið fyrir erindi frá UMF. Tindastóli.
- Kynnt bréf frá Skíðafélagi Fljótamanna.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Á fundinn mættu frá bókasöfnunum í Skagafirði eftirtaldir: Dóra Þorsteinsdóttir, Sólveig Arnórsdóttir, Elsa Stefánsdóttir, Hrefna Gunnsteinsdóttir, Rósmundur Ingvarsson og Sigurður Haraldsson. Umræðuefnið var framtíð bókasafna, sameining þeirra og rekstur. Þau véku af fundi.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
“MÍÆ nefnd samþykkir að stefna að sameiningu almennings og skólabókasafna í Skagafirði þar sem því verður við komið. Tilgangur sameiningarinnar er sá að auka hagkvæmni en ennfremur að auka þjónustu við notendur safnanna”.
Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. - Þá mættu á fundinn frá ráðgjafahóp fyrir hátíðarhöld árið 2000: Deborah Robinson, Sigríður Sigurðardóttir, Björn Björnsson, Unnar Ingvarsson og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir. Rætt var á breiðum grundvelli þær hugmyndir sem hafa komið fram vegna hátíðarhaldanna og framkvæmdir við þær. Ákveðið var að boða stýrihóp á næsta fund MÍÆ.
- Tillaga frá formanni að fresta lið 3, 4, og 7 vegna endurskoðunar á fjárhagsáætlun. Samþykkt samhljóða.
- Ákveðið að auglýsa starf forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Friðar og rætt um framtíð miðstöðvarinnar.
- Kynnt bréf frá Skíðafélagi Fljótamanna.
- Starf í Sundlaug Sauðákróks, þrjár umsóknir bárust. Ákveðið að ráða Vilborgu Jóhannsdóttur.
Fundi slitið.