Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

35. fundur 20. október 1999

Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Eymarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Helgi Thorarensen, Jón Garðarsson og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Bókasöfn í Skagafirði.
  2. Árið 2000.
  3. Bréf frá Iðnaðarmannafélagi Skagafjarðar vegna styrkbeiðni.
  4. Bréf frá Golfklúbbi Sauðárkróks.
  5. Félagsmiðstöðin Friður.
  6. Bréf frá hússtjórn Félagsh. Hegranesi.
  7. Tekið fyrir erindi frá UMF. Tindastóli.
  8. Kynnt bréf frá Skíðafélagi Fljótamanna.
  9. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Á fundinn mættu frá bókasöfnunum í Skagafirði eftirtaldir:  Dóra Þorsteinsdóttir, Sólveig Arnórsdóttir, Elsa Stefánsdóttir, Hrefna Gunnsteinsdóttir, Rósmundur Ingvarsson og Sigurður Haraldsson.  Umræðuefnið var framtíð bókasafna, sameining þeirra og rekstur.  Þau véku af fundi. 
    Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu: 
    “MÍÆ nefnd samþykkir að stefna að sameiningu almennings og skólabókasafna í Skagafirði þar sem því verður við komið.  Tilgangur sameiningarinnar er sá að auka hagkvæmni en ennfremur að auka þjónustu við notendur safnanna”. 
    Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
  2. Þá mættu á fundinn frá ráðgjafahóp fyrir hátíðarhöld árið 2000:  Deborah Robinson, Sigríður Sigurðardóttir, Björn Björnsson, Unnar Ingvarsson og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir.  Rætt var á breiðum grundvelli þær hugmyndir sem hafa komið fram vegna hátíðarhaldanna og framkvæmdir við þær.  Ákveðið var að boða stýrihóp á næsta fund MÍÆ.
  3. Tillaga frá formanni að fresta lið 3, 4, og 7 vegna endurskoðunar á fjárhagsáætlun.  Samþykkt samhljóða.
  4. Ákveðið að auglýsa starf forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Friðar og rætt um framtíð miðstöðvarinnar.
  5. Kynnt bréf frá Skíðafélagi Fljótamanna.
  6. Starf í Sundlaug Sauðákróks, þrjár umsóknir bárust.  Ákveðið að ráða Vilborgu Jóhannsdóttur.

Fundi slitið.