Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Ásdís Guðmundsdóttir, Helgi Thorarensen, Gísli Eymarsson, Jón Garðarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Erindi frá Tindastóli.
- Bréf frá UMSS.
- Staða minjavarðar á Norðurlandi vestra.
- Erindi frá Grósku.
- Erindi frá körfuknattleiksdeild Tindastóls.
- Bréf frá Sigríði Jóhannsdóttur v/Samfés.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Páll Ragnarsson formaður Umf. Tindastóls mætti á fundinn. Páll sagði að hlutur Tindastóls væri of rýr frá sveitarfélaginu og hlutfallslega rangur miðað við aðra. Páll vék af fundi. Fram kom tillaga frá Helga Thorarensen:
“Skipuð verði nefnd til að meta umfang íþróttastarfsemi í Skagafirði. Nefndin verður skipuð tveimur fulltrúum frá íþr.fél. og starfsmanni MÍÆ. Nefndin skilar skýrslu til MÍÆ sem fyrst”. Tillaga Helga borin upp og samþykkt.
Tekið fyrir bréf frá Umf. Tindastóli um aukafjárveitingu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Tekið fyrir bréf um ferðastyrk. Nefndin sér sér ekki fært að styrkja heildarferðakostnað ákveðinna deilda innan aðildarfélaga UMSS. - Tekið fyrir bréf frá UMSS um landsmót UMFÍ 2004. Nefndin óskar eftir fundi með fulltrúum frá stjórn UMSS.
- Tekið fyrir bréf frá Sigríði Sigurðardóttur um stöðu minjavarðar á Norðurlandi vestra. Nefndin samþykkir að óska eftir viðræðum við þjóðminjaráð og þjóðminjavörð um stöðu minjavarðar á Norðurlandi vestra.
- Erindi frá Grósku um afnot af íþróttahúsinu vegna Íslandsmóts í Boccia. Samþykkt.
- Erindi frá körfuknattleiksdeild um afnot af íþróttahúsi vegna uppsetningu á Hellisbúanum. Samþykkt.
- Bréf frá Sigríði Jóhannsdóttur vegna Samfés. Samþykkt.
- Önnur mál.
a) Bréf frá Rökkurkórnum um rekstrarstyrk fyrir árið 1999. Erindinu hafnað og jafnframt vísað til styrkveitingar fyrr á árinu.
b) Ásdís bað fundarmenn að hugsa um framkvæmd Sæluviku 2000.
c) Nefndin óskar eftir upplýsingum um hátíðarhöld á vegum sveitarfélagsins árið 2000. Starfsmanni falið að kanna málið.
Dagskrá tæmd, fleira ekki gert, fundi slitið.