Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

44. fundur 01. mars 2000 kl. 17:00 - 18:15 Á skrifstofu sveitarfélagsins

44. fundur 1. mars á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1700.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Eymarsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Jón Garðarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Bréf frá Sigurdríf Jónatansdóttur um styrk v. Skátaþings í Danmörku.
  2. Tilnefning fulltrúa í rekstrarnefnd v.skíðasvæðis.
  3. Styrkir til listamanna v.námskeiðs á Akureyri.
  4. Bréf frá Kór Fjölbrautaskóla Nv.
  5. Bréf frá 3. fl. í knattspyrnu Tindast. v. Danmerkurferðar.
  6. Forgangsröðun íþróttamannvirkja í Skagafirði.
  7. Frestað erindi frá Umf. og íþr.fél. Smára v. íþróttavallar í Varmahlíð.
  8. Bréf frá Rökkurkórnum um styrk.
  9. Til kynningar: Menningartengd ferðamennska í Skagafirði.

AFGREIÐSLUR:

  1. Tekið fyrir bréf frá Sigurdríf Jónatansdóttur um styrk v. skátaþings í Danmörku. Samþ. kr. 15.000 úr íþr. og æskulýðsmál óskipt.
  2. Samþ. að tilnefna Ásdísi Guðmundsdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins í rekstrarnefnd v. skíðasvæðis.
  3. Erindi frestað til næsta fundar.
  4. Vísað til úthlutunar úr menningarsjóði.
  5. Erindið samþykkt. Veitt kr. 250.000 úr íþr. og æskulýðsmál óskipt.
  6. MÍÆ nefnd leggur til að skipaður verði sérstakur vinnuhópur sem hefur það hlutverk að fjalla um forgangsröðun á uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitar­félaginu Skagafirði.
    Greinargerð:
    Ljóst er að íþróttaiðkun hvers konar, hvort sem um er að ræða almenningsíþróttir eða keppnisíþróttir, skipar mjög stóran sess í Sveitarfélaginu Skagafirði. Sveitar­félagið hefur og mun í framtíðinni leggja í umtalsverðan kostnað við uppbyggingu mannvirkja í samvinnu við íþróttafélög. Þess vegna er brýnt að marka heildstæða og skilvirka stefnu hvað varðar forgangsröðun á uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Með sameiningu sveitarfélaganna hér í Skagafirði jókst þörfin enn frekar á markvissum aðgerðum í þessum málum, sem taka mið af þörfum og óskum íbúanna hér í sveitarfélaginu, jafnt í dreifbýli sem og þéttbýli. Með því að forgangsraða skipulega verkefnum í þessum umfangsmikla málaflokki ávinnst m.a.:
    a)      Hægt er að vinna skipulega og markvisst að uppbyggingu hverskonar íþrótta­mannvirkja í sveitarfélaginu.
    b)      Fjárhagsáætlanir  verða öruggari og haldbetri og vinna við þær mun auðveldari.
    c)      Fjármunir sveitarfélagsins nýtast betur þegar skipulega er unnið samkvæmt slíkri forgangsröðun.
    d)     Forgangsröðun leiðir til skjótari ákvörðunartöku og meiri framkvæmdahraða hvað varðar uppbyggingu og framkvæmdir við íþróttamannvirki í sveitarfélaginu.
    Tillögur um skipan vinnuhóps: MÍÆ-fulltrúi -sem starfsmaður hópsins - fulltrúi frá UMSS fulltrúi frá Umf Tindastóli, fulltrúi frá Umf. Neista, fulltrúi frá Umf. og íþr.fél. Smára, fulltrúi frá hestamannafélögunum,  fulltrúi frá Golfklúbbi Sauðárkróks, fulltrúi frá almenningsíþróttum. MÍÆ fulltrúi stýrir hópnum.
  7. Tekið fyrir frestað erindi frá Umf. og íþr.fél. Smára v. íþróttavallar í Varmahlíð. MÍÆ nefnd samþykkir að vísa efni bréfsins til nefndar um forgangsröðun íþróttamannvirkja í Skagafirði. Jafnframt tekur nefndin jákvætt í að veita fjármagn til viðhalds og endurbóta á vellinum í vor.
  8. Bréfi frá Rökkurkórnum vísað til úthlutunar úr menningarsjóðs.
  9. Kynnt bréf um menningartengda ferðamennsku í Skagafirði.
  10. Önnur mál.
    Ásdís upplýsti fundarmenn um fund með menntamálaráðherra hr. Birni  Bjarnasyni, sem var hér fyrr í dag, um Menningarhús.

Fundi slitið kl. 1815.