Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
48. fundur Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar á skrifstofu sveitarfélagsins mánud. 10. apríl kl. 1600.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Umsóknir um styrki úr menningarsjóði og íþróttasjóði.
- Drög að samkomulagi við Kristján Runólfsson.
- Hátíðarhöld árið 2000 og Sæluvika Skagfirðinga.
- Safnamál.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Umsóknir um styrki skoðaðar og í framhaldi ákveðinn vinnufundur um málið.
- Kynnt drög að samkomulagi við Kristján Runólfsson.
- Rætt um hátíðarhöld í Skagafirði á þessu ári og eins Sæluvikuna.
- Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns mætti á fundinn. Ýmis safnamál rædd.
- Önnur mál:
a) Fulltrúar frá Félagsheimilinu Höfðaborg þeir Bjarni Þórisson, Hreinn Þorgilsson og Sigmundur Jóhannesson mættu á fundinn. Rædd voru málefni Höfðaborgar og fyrirhugaðar framkvæmdir á húsinu.
Fundi slitið kl. 1955.