Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

51. fundur 05. júní 2000 kl. 16:00 - 17:45 Á skrifstofu sveitarfélagsins

51. fundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins mánudaginn 5. júní kl. 1600.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Brynjólfsson, Gísli Eymarsson, Jón Garðarsson og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Frestuð erindi v/styrkveitinga.
  2. Farið yfir fjárhagsstöðu MÍÆ mála.
  3. Samningur við Kristján Runólfsson.
  4. Samningur við UMF Tindastól v/íþróttavallar.
  5. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Samþykkt að veita Skotfélaginu Ósmanni styrk að upphæð kr. 100.000 úr liðnum íþróttavellir utan Sauðárkróks og Hofsóss. 
    Nefndin tekur jákvætt í erindi Bílaklúbbs Skagafjarðar en óskar frekari upplýsinga.
  2. Farið yfir stöðu fjárhagsáætlunar menningar- íþrótta og æskulýðsmála. Ákveðið að kalla forstöðumenn inn til að yfirfara stöðuna sem virðist vera nokkuð samkvæmt áætlun.
  3. Lagður fram samningur við Kristján Runólfsson v/Minjahúss. Samþykktur samhljóða.
  4. Lagður fram samningur við Tindastól v/vallar. Ákveðið að fresta afgreiðslu og fá frekari upplýsingar um þennan lið.
  5. Önnur mál.
    a)      Endurskoðuð styrkbeiðni frá Fríði Finnu Sigurðardóttur vegna nýrra upplýsinga. Samþykkt að styrkja hana um kr. 15.000.
    b)      Gengið hefur verið frá því að Guðjón Sigvaldason sjái um uppsetningu og umgjörð á Búðum í Hópi sem reistar verða á Sauðárkróki og eru samstarfsverkefni við Menningarborg Reykjavíkur.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 1745.