Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
52. fundur, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins fimmtud. 6. júlí 2000, kl. 1600.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir og Sigurbjörg Guðjónsdóttir.
DAGSKRÁ:
- Félagsheimili í Skagafirði.
- Samningar um íþróttavelli í Skagafirði.
- Bréf frá Bílaíþróttaklúbbi Skagafjarðar.
- Bréf frá Jóni Ormari Ormssyni.
- Bréf frá UMF. Tindastóli.
- Bréf frá Birni Björnssyni og Hilmari Sverrissyni um minningarstofu á Sauðárkróki.
- Sæluvikan 2001.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Formanni og starfsmanni nefndarinnar falið að hafa samband við atvinnuþróunarfélagið Hring, vegna vinnu við úttekt á félagsheimilum.
- Samþykktur samhljóða samningur við UMFT vegna umsjónar íþróttasvæðis á Sauðárkróki.
- Samþykkt samhljóða að styrkja Bifreiðaklúbb Skagafjarðar um kr. 200.000.
- Samþykkt samhljóða að veita Jóni Ormari Ormssyni styrk að upphæð kr. 100.000 vegna sýningar á leikritinu Tvær konur við árþúsund. Jafnframt leggur nefndin til að húsaleiga vegna æfinga og sýninga í Bifröst verði felld niður.
- Tekið fyrir bréf frá UMFT vegna auka styrkveitingar. Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.
- Tekið fyrir bréf frá Birni Björnssyni og Hilmari Sverrissyni um "minningarstofu" á Sauðárkróki. Nefndin telur hugmyndina athyglisverða og felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að skoða málið.
- Tilhögun Sæluviku 2001 rædd.
- Önnur mál - engin.
Fundi slitið kl. 1740.