Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

55. fundur 28. september 2000 kl. 16:30 - 17:47 Á skrifstofu sveitarfélagsins

55. fundur haldinn á Skrifstofu Sveitarfélagsins fimmtudaginn 28. sept. 2000 kl. 1630.
Mætt:  Sigurbjörg  Guðjónsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Eymarsson, Bjarni Brynjólfsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Félagsmiðstöð.
  2. Forvarnarfulltrúi í  Skagafirði.
  3. Forgangsröð íþr.mannvirkja í Skagafirði.
  4. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Málefni félagsmiðstöðvar rædd og ákveðið að auglýsa      eftir starfsmanni hið fyrsta.
  2. MÍÆ tekur jákvætt í hugmyndir og tillögur um      ráðningu forvarnarfulltrúa samkvæmt hugmyndum sem komnar eru fram í bréfi      frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og fagnar þeim.
    Nefndin vísar í vímuvarnaráætlun Skagafjarðar, sem hefur það að markmiði m.a. að auka markvisst forvarnarstarf og að efla vímuvarnir.  Ennfremur telur nefndin mikilvægt að unnið sé áfram að hugmyndum um unglingamiðstöð í Skagafirði. Nefndin vísar framkomnu bréfi til byggðarráðs til nánari umfjöll­unar og afgreiðslu.
  3. Störf vinnuhópsins kynnt.
  4.  
    a)      Auglýst var eftir starfsm. í Sundlaug Skr. Tvær umsóknir bárust: Anna Katrín Hjaltadóttir, Víðigrund 26 og María Ásgrímsdóttir, Fellstúni 15. Samþ. að ráða Maríu til starfsins.
    b)      Tekið fyrir bréf frá Handverksfél. Alþýðulist, Skagafirði. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur starfsm. að skoða málið.
    c)      Lögð fram fundargerð 1. fundar rekstrarnefndar um skíðasvæði.
    d)     Formaður sagði frá fundi um Menningarhús, sem haldinn var 27. sept. sl.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17,44