Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

57. fundur 23. október 2000 kl. 16:00 - 18:02 Á skrifstofu sveitarfélagsins

57. fundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins mánud. 23. okt. 2000 kl. 1600.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Gísli Eymarsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Sigurbjörg  Guðjónsdóttir og Ómar Bragi Stefánsson

Dagskrá:

  1. Félagsmiðstöðin Friður.
  2. Bréf frá Handverki og hönnun vegna sýningar á Sauðárkróki.
  3. Lagt fram bréf frá Knattspyrnudeild Tindastóls.
  4. Húsverðir nokkurra félagsheimila koma á fundinn.
  5. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Ómar Bragi sagði að gengið hefði verið frá ráðningu Vöndu Sigurgeirsd. sem forstöðumanns Félagsmiðstöðvarinnar Friðar.
  2. Tekið fyrir bréf frá Handverki og hönnun um styrk vegna fyrirhugaðrar sýningar á Sauðárkróki. Samþ. að styrkja verkefnið sem nemur húsaleigu, þ.e. 25.000,-.
  3. Tekið fyrir bréf frá UMFT og KSÍ. Bréfunum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
  4. Á fundinn mættu nokkrir fulltrúar frá félagsheimilum í Skagafirði, þau Sigrún Aadnegard frá Ljósheimum, Hreinn Þorgilsson frá Höfðaborg og Kolbeinn Konráðsson frá Miðgarði.
    Umræðuefnið er bréf frá sýslumanni um opinbera dansleiki í Skagafirði. Miklar umræður urðu um bréfið. Afgreiðslu bréfsins frestað.
  5. Önnur mál:
    Sagt frá skipulagningu á borgarafundi um vímu- og fíkniefnamál í Skagafirði, sem er fyrirhugaður í nóvember.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18,02