Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
58. fundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins mánud. 6. nóv. 2000 kl. 1600.Mættir: Jón Garðarsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson
Dagskrá:
- Forgangsröðun íþróttamannvirkja í Skagafirði.
- Unglingamiðstöð og forvarnarfulltrúi.
- Borgarafundur um vímu- og fíkniefnamál.
- Bréf frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Fundarmenn ræddu þetta málefni, niðurstaða varð að afla þyrfti frekari upplýsinga og vinna áfram að málefninu.
- Málefni unglingamiðstöðvar og forvarnarfulltrúa rædd.
- Kynnt dagskrá borgarafundar um vímu- og fíkniefnamál, dags. 15. nóv. n.k.
- Tekið fyrir bréf frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands um tónleika 2001 og 2002. Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar.
- Önnur mál.
- Sagt frá móttöku vegna komu Skagfirsku söngsveitarinnar 17. nóv. n.k.
- Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur til að efnt verði til hugmyndasamkeppni um hönnun minjagrips, sem tengist Skagafirði.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17,35 .