Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
60. fundur fimmtudaginn 23. nóv. (2000) á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1700.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun 2001.
- Félagsheimili í Skagafirði.
AFGREIÐSLUR:
- Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2001.
- Lögð fram til kynningar úttekt á félagsheimilum í Skagafirði, unnin af Atvinnuþróunarfélaginu Hring.
Nefndin lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem lögð hefur verið í skýrsluna og mun í framhaldinu taka afstöðu og móta tillögur um framtíð félagsheimila í Skagafirði.
Ennfremur samþ. nefndin að senda hússtjórnum eintak af skýrslunni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 1940