Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
81. fundur, fimmtudaginn 9. ágúst 2001 kl. 1600 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Mætt: Erna Rós Hafsteinsdóttir, Bjarni Brynjólfsson, Kristín Bjarnadóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Áhorfendastæði við Sauðárkróksvöll.
- Kynnt samkomulag á milli sveitarfélagsins og Umf. Tindastóls.
- Umsókn um styrk frá Flugu hf.
- Bréf frá Helgu Þórðardóttur, Mælifellsá.
- Bréf frá Kolbeini Konráðssyni, f.h. Félagsheimilisins Miðgarðs.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Rætt var um áhorfendastæði við Sauðárkróksvöll og kostnað við það. Áætlun tæknideildar gerir ráð fyrir kostnaði uppá kr. 2.800.000. Ákveðið að leita hagkvæmari leiða í samráði við tæknideild.
- Fundarmenn fóru yfir samninginn.
- Erindinu hafnað.
- Helga Þórðardóttir óskar eftir lausn frá störfum í hússtjórn Árgarðs, vegna anna. Nefndin þakkar Helgu fyrir starf sitt í húsnefndinni og mun tilnefna eftirmann hennar.
- Tekið fyrir bréf dags. 31.05.2001, þar sem óskað er eftir styrk vegna viðhalds og reksturs fyrir árið 2001. Bréfið var áður tekið fyrir 18.06.2001 þar sem afgreiðslu þess var frestað. Á fundi 3. júlí sl. var Félagsheimilinu Miðgarði veittur styrkur sem nemur álögðum fasteignagjöldum 2001. Frekari úthlutun styrkja til félagsheimila er frestað.
- Önnur mál.
a) Minnispunktar um íþróttamannvirki í Skagafirði kynntir fundarmönnum.
b) Skýrsla Bjarna Helgasonar, jarðvegsfræðings um íþróttavelli í Skagafirði lögð fram.
c) Staða bókhalds hjá MÍÆ nefnd, fyrstu sex mánuði ársins lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 1750.