Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

81. fundur 09. ágúst 2001 kl. 16:00 - 17:50 Á skrifstofu skagafjarðar

81. fundur, fimmtudaginn 9. ágúst 2001 kl. 1600 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Mætt: Erna Rós Hafsteinsdóttir, Bjarni Brynjólfsson, Kristín Bjarnadóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Áhorfendastæði við Sauðárkróksvöll.
  2. Kynnt samkomulag á milli sveitarfélagsins og Umf. Tindastóls.
  3. Umsókn um styrk frá Flugu hf.
  4. Bréf frá Helgu Þórðardóttur, Mælifellsá.
  5. Bréf frá Kolbeini Konráðssyni, f.h. Félagsheimilisins Miðgarðs.
  6. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Rætt var um áhorfendastæði við Sauðárkróksvöll og kostnað við það. Áætlun tæknideildar gerir ráð fyrir kostnaði uppá kr. 2.800.000. Ákveðið að leita hagkvæmari leiða í samráði við tæknideild.
  2. Fundarmenn fóru yfir samninginn.
  3. Erindinu hafnað.
  4. Helga Þórðardóttir óskar eftir lausn frá störfum í hússtjórn Árgarðs, vegna anna. Nefndin þakkar Helgu fyrir starf sitt í húsnefndinni og mun tilnefna eftirmann hennar.
  5. Tekið fyrir bréf dags. 31.05.2001, þar sem óskað er eftir styrk vegna viðhalds og reksturs fyrir árið 2001. Bréfið var áður tekið fyrir 18.06.2001 þar sem afgreiðslu þess var frestað. Á fundi 3. júlí sl. var Félagsheimilinu Miðgarði veittur styrkur sem nemur álögðum fasteignagjöldum 2001. Frekari úthlutun styrkja til félagsheimila er frestað.
  6. Önnur mál.
    a)      Minnispunktar um íþróttamannvirki í Skagafirði kynntir fundarmönnum.
    b)      Skýrsla Bjarna Helgasonar, jarðvegsfræðings um íþróttavelli í Skagafirði lögð fram.
    c)      Staða bókhalds hjá MÍÆ nefnd, fyrstu sex mánuði ársins lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 1750.