Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
82. fundur, miðvikudagur 29.08.2001, skrifstofa sveitarfélagsins. kl. 1800
Mætt: Erna Rós Hafsteinsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Bjarni Brynjólfsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Leikfélag Sauðárkróks - styrkur v. leikæfinga
- Forvarnarfulltrúi
- Bréf frá Árgarði vegna loftræstikerfis
- Sinfoníuhljómsveit Norðurlands
- Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
- Tekinn fyrir reikningur frá Félagsh. Bifröst vegna æfinga við leikrit í vor, hjá Leikfélagi Sauðárkróks.
Samþ. að veita Leikf. Sauðárkróks styrk að upphæð kr. 155.252,-.
Jafnframt samþ. nefndin að styrkur vegna húsnæðis verði hér eftir innifalinn í almennum rekstrarstyrk. - Ómar Bragi kynnti verkefni forvarnarfulltrúa en Halla Björk Marteinsdóttir hefur tekið til starfa við verkefnið.
- Tekið fyrir bréf, dags. 21.08.2001 frá Félagsh. Árgarði vegna uppsetningar loftræstikerfis. - Samþ. að fá kostnaðaráætlun vegna verksins frá tæknideild.
- Fyrirspurn hefur borist frá Sinfoníuhljómsveit Norðurlands um tónleika í des. n.k. í Skagafirði.
Nefndin vísaði erindinu á fundi 6. nóv. 2000 til gerðar fjárhagsáætlunar. Ekki var gert ráð fyrir fjármagni vegna tónleikanna og sér nefndin sér ekki fært að verða við erindinu. - Önnur mál.
a) Tekið fyrir bréf frá Æskulýðsráði ríkisins, dags. 24. ág. 2001, vegna hugmyndar um námskeið á Sauðárkróki um "sjálfsvígsatferli ungs fólks". - Starfsmanni falið að vinna að því að námskeiðið verði haldið.
b) Tekið fyrir bréf frá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum, þar sem óskað er eftir stuðningi við bókargjöf til heimila. - Erindinu hafnað.
c) Tekið fyrir bréf frá Forvörnum fyrir foreldra og börn, vegna verkefnisins "Ég er húsið mitt". Óskað er eftir styrk til bókagjafa. -Erindinu hafnað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 1930.