Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

84. fundur 13. september 2001 kl. 17:00 Á skrifstofu skagafjarðar

84. fundur, fimmtudaginn 13. sept. kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Mætt: Erna Rós Hafsteinsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Bjarni Brynjólfsson,  Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Félagsheimili í Skagafirði
  2. Félagsmiðstöðin Friður, ráðning forstöðumanns
  3. Bréf frá UMSS vegna íþróttamanns Skagafjarðar
  4. Tilnefning í hússtjórn Árgarðs
  5. Kostnaðaráætlun vegna loftræstikerfis í Árgarði
  6. Bréf frá Guðrúnu Helgadóttur, dags. 5.9.2001 vegna vinnu við stefnumótun í menningarmálum.
  7. Bréf frá Umf Smára.

 

AFGREIÐSLUR:

  1. Farið yfir tillögur og samþykkt að leggja þær fyrir formenn hússtjórna.
  2. Við upphaf dagskrárliðsins vék Ómar Bragi Stefánsson af fundi. Kynntar voru tvær umsóknir sem bárust um stöðu forstöðumanns. Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjóra og leggur til að María Björk Ingvadóttir verði ráðin, þar sem hún uppfyllir kröfur auglýsingar um menntun og reynslu.
  3. Tekið fyrir bréf frá UMSS, dags. 11. sept. 2001 vegna tilnefningar íþróttamanns Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að taka þátt í framkvæmd verkefnisins eins og verið hefur.
  4. Nefndin samþykkir að tilnefna Jón Arnljótsson, Mælifellsá, í hússtjórn Árgarðs í stað Helgu Þórðardóttur.
  5. Lausleg kostnaðaráætlun frá tæknideild sveitarfélagsins vegna uppsetningar loftræstikerfis í Árgarði er um kr. 500.000. Formanni og starfsmanni falið að ræða við hússtjórn Árgarðs um lausn málsins.
  6. Tekið fyrir bréf frá Guðrúnu Helgadóttur, dags. 5.9.2001 í kjölfar viðræðna formanns og starfsmanns nefndarinnar við hana varðandi vinnu við mótun menningarstefnu fyrir Skagafjörð. Nefndin samþykkir að taka tilboðinu sem fram kom í bréfinu og veitir til þess fé úr menningarsjóði.
  7. Tekið fyrir bréf, dags. 10. ágúst 2001, sem vísað var til nefndarinnar af Byggðarráði Skagafjarðar þann 10.09.2001. Nefndin óskar eftir fundi með stjórn Umf Smára um óskir þeirra, sem fram koma í bréfinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið.