Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
86. fundur, fimmtudaginn 27. sept. 2001, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Mætt: Erna Rós Hafsteinsdóttir, Jón Garðarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga mætir á fundinn
- Félagsheimili í Skagafirði
- Umsóknir um styrk
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Sigríður Sigurðardóttir kynnti fyrir nefndarmönnum starfsemi Byggðasafnsins nú í sumar og komandi verkefni. Nefndin samþykkir að beina því til byggðarráðs að endurskoðuð verði fjárhagsáætlun vegna fornleifaskráningar fyrir árið 2001. Jafnframt óskar nefndin eftir því við Sigríði að hún taki saman upplýsingar um starf fornleifafræðings og mikilvægi þess.
- Nefndin samþykkir að veita eftirfarandi styrki til félagsheimila fyrir árið 2001:
Árgarður |
200.000 |
Bifröst |
150.000 |
Höfðaborg |
400.000 |
Ketilás |
50.000 |
Ljósheimar |
100.000 |
Melsgil |
50.000 |
Miðgarður |
550.000 |
Rípurhr. |
50.000 |
Skagasel |
50.000 |
Jafnframt tilnefnir nefndin Ásdísi Guðmundsdóttur og Helga Thorarensen í hússtjórn Bifrastar en í henni skulu eiga sæti þrír aðilar, tveir frá sveitarfélaginu og einn frá öðrum eignaraðilum.
3. Tekið fyrir bréf frá Rögnvaldi Valbergssyni þar sem leitað er eftir styrk vegna útgáfu geisladisks. Nefndin hafnar erindinu.
4. Önnur mál engin.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18,45