Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
87. fundur, fimmtudaginn 11. okt. 2001, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Mætt: Erna Rós Hafsteinsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Bjarni Brynjólfsson, Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Bréf frá Birni Björnssyni, skólastjóra, dags. 26. sept.
- Bréf frá Frjálsíþróttadeild Tindastóls, dags. 29. sept.
- Óafgreidd erindi
- Íþróttamannvirki í Skagafirði
- Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
- Tekið fyrir bréf frá Birni Björnssyni, skólastjóra, dags. 26. sept. 2001, þar sem óskað er heimildar til ráðningar tómstundafulltrúa í hlutastarf við Grunnskóla Hofsóss.
Nefndin hefur ekki heimild til að ráða starfsmenn að Grunnskólanum, Hofsósi en óskar eftir viðræðum við skólastjóra um aðkomu nefndarinnar að félags- og tómstundamálum skólans. - Tekið fyrir bréf frá frjálsíþróttadeild Tindastóls um bætta innanhússaðstöðu fyrir frjálsíþróttir í Skagafirði.
Heilstæð stefnumótun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Skagafirði er í vinnslu innan nefndarinnar og munu þessar hugmyndir verða teknar til athugunar. -
a) Bréf frá Sigurlaugu H. Jónsdóttur, dags. 29.01.2001, sem tekið var fyrir 26. apríl 2001 og frestað. - Erindinu hafnað.
b) Tekin fyrir styrkumsókn frá Sigurlaugi Elíassyni, sem var frestað 26. apríl 2001. - Erindinu hafnað.
c) Tekið fyrir bréf frá Villa Nova ehf, dags. 02.01.2001, vegna fjárhagsstuðnings við endurbyggingu. Erindinu var frestað 26. apríl 2001. - Þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármagni í framkvæmdina á fjárhagsáætlun 2001 hafnar nefndin erindinu.
d) Bréf, dags. 13. júlí 2001, frá Hússtjórn Félagsh. Ketiláss, um fjármagn til viðhalds hússins. - Nefndin hafnar erindinu.+
e) Tekin fyrir styrkumsókn frá Pál B. Szabó, sem var frestað 26. apríl 2001. - Nefndin hafnar erindinu. - Stefnumótun í uppbyggingu íþróttamannvirkja rædd.
- Önnur mál.
a) Tekið fyrir bréf frá Kristjáni Runólfssyni, dags. 29.05.2001, áður tekið fyrir 18. júní 2001. Á fundi með Kristjáni var honum tjáð að nefndin gæti ekki orðið við beiðni hans um aukinn styrk, þar sem ekki var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.
b) Tekið fyrir bréf frá Karlakórnum Heimi, dags. 24. sept. 2001, sem var vísað til nefndarinnar frá byggðarráði. Ákv. að funda með Páli Dagbjartssyni, bréfritara, um málið.
c) Undirskriftalisti, þar sem mótmælt er uppsögn húsvarðar Ljósheima, kynntur. Starfsmanni falið að svara bréfinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18,50