Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
89. fundur, fimmtudaginn 8. nóv. 2001, kl. 17:30 í Miðgarði.
Mætt: Jón Garðarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Brynjólfsson, Helgi Thorarensen og Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Félagsheimili
- Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
- Lagt fram bréf, dags. 30.10.2001, frá Sigurjóni Ingimarssyni, formanni hússtjórnar, f.h. húsnefndar, þar sem m.a. húsnefnd Miðgarðs mótmælir þeirri ákvörðun Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar að draga stórlega úr framlögum til reksturs félagsheimilisins.
- a) Lagt fram bréf frá Tónlistarfélagi Skagafjarðar, þar sem farið er fram á styrk vegna fyrirhugaðs tónleikahalds í vetur. Nefndin samþykkir að styrkja félagið um kr. 200.000 og skal það tekið úr menningarsjóði.
b) Tekið fyrir bréf, dags. 5. nóv. 2001, frá Lestrarfélagi Hvammsprestakalls þar sem óskað er stuðnings við bókakaup. Nefndin samþykkir að veita styrk kr. 40.000 vegna kaupanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18,30.