Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
90. fundur, fimmtudaginn 29. nóv. 2001, kl. 17:00 á skrifstofu Sveitarfélagsins.
Mætt: Jón Garðarsson, Björgvin Guðmundsson, Bjarni R. Brynjólfsson, Helgi Thorarensen, Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Málefni félagsheimila
- Bréf frá fjölskylduráði, dags. 24.10.2001 - vísað frá byggðarráði
- Fjárhagsáætlun 2002
- Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
- Fjárhagsstaða félagsheimilanna rædd og hugmyndir til lausna vegna skuldastöðu ræddar.
Forsenda fyrir úthlutun rekstrarstyrkja fyrir árið 2002 skal vera sú að hússtjórnir skili inn rekstraráætlun fyrir komandi starfsár.
Stefnt skal að því að allt bókhald allra félagsheimila verði fært af sama aðila. Einnig samþykkir nefndin að úthluta viðbótarstyrk að upphæð kr. 500.000 til Miðgarðs. - Kynnt bréf dags. 24.10.2001 frá Fjölskylduráði varðandi fjölskyldustefnu, vísað frá byggðarráði dags. 14. nóv. 2001. Afgreiðslu frestað.
- Kynnt drög að fjárhagsáætlun fyrir 2002.
- Önnur mál engin.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18,50