Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

91. fundur 06. desember 2001 kl. 17:00 - 19:45 Á skrifstofu sveitarfélagsins

91. fundur, 6. des. 2001, kl. 17:00 á skrifstofu Sveitarfélagsins.
Mætt: Jón Garðarsson, Bjarni R. Brynjólfsson, Helgi Thorarensen, Kristín Bjarnadóttir, Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Málefni félagsheimila
  2. Rekstrarsamningur við íþróttafélög
  3. Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

  1. Kynnt ákvörðun byggðarráðs, dags. 28. nóv. 2001, varðandi skuldir félagsheimila. Ákveðið að halda vinnufund á næstu dögum þar sem farið verður yfir rekstraráætlanir félagsheimilanna og framtíðarhorfur.
  2. Kynntur rammi að samstarfssamningi á milli sveitarfélagsins og íþróttafélaga í Skagafirði. Starfsmanni falið að kynna samningsdrög fyrir viðkomandi aðilum.
  3. Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga kom á fundinn og kynnti verkefnaskrá ársins 2002 og fór yfir starfsemi ársins 2001.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:45.