Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
101. fundur haldinn í Ráðhúsinu 08. mai 2002 kl. 16:30
Mætt: Jón Garðarsson, Helgi Thorarensen, Björgvin Guðmundsson, Kristín Bjarnadóttir og Ómar Bragi Stefánsson.
Dagskrá:
- Samningar og styrkir.
- Menningarstefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
- Önnur mál.
- Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks.
- Bréf frá Magnúsi Sigmundssyni " Látum verkin tala".
- Bréf frá Byggðarráði dags. 10.april 2002 vísað til MÍÆ nefndar 3. april sl. Erindið fjallar um ráðstefnu / námsskeið í Mosfellsbæ 3.-5. maí nk. um "Íþróttir og tómstundir fyrir alla".
- Bréf frá Byggðarráði dags. 10. april 2002 vísað til MÍÆ nefndar 20. mars þar sem þess er óskað að MÍÆ nefnd tilnefni fulltrúa í stjórn Miðgarðs.
- Bréf frá Byggðarráði dags. 10. april 2002, vísað til MÍÆ nefndar 27. febrúar 2002 varðandi heimsókn sveitarstjórnarmanna frá Jölster í Noregi.
- Bréf frá Byggðaráði Skagafjarðar dags. 10. april 2002, vísað til MÍÆ nefndar 13. mars sl. þar sem Zoran Kokotovic óskar eftir styrk vegna lokafrágangs á þremur kvikmyndum.
- Bréf frá Byggðarráði dags. 10. april 2002, vísað til MÍÆ nefndar 10. april sl. varðandi skíðadeild Tindastóls.
- Bréf frá Sjóvá -almennum um sérstakt aðgangskort að sundlaugum og söfnum í Skagfirði.
- Félagsheimilið í Hegranesi.
AFGREIÐSLUR:
- Lögð fram áritaðir reikningar og áætlanir frá aðalstjórn UMF.Tindastóls.
Í framhaldi af því var samþykkt að veita UMF. Tindastóli styrk að upphæð kr. 5.500.000.-
Einnig var samþykktur samningur milli sömu aðila um umsjón Sauðárkróksvallar sumarið 2002
Þá var og lagður fram og samþykktur samningur um samskipti UMF.Tindastóls og Sveitarfélagsins Skagfjarðar.
Lagður var fram samningur á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðra og Golfklúbbs Sauðárkróks um rekstur félagsins og golfvallar að Hlíðarenda. Samningurinn samþykktur.
Samningur við UMF. Neista vegna umhirðu íþróttavalla á Hofsósi var einnig borinn upp og samþykktur. - Kynnt drög að menningarstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og minnt á fund um þessi málefni nk. laugardag í Ljósheimum.
3.
- Á fundinn komu fulltrúar frá Kvenfélagi Sauðárkróks, Helga Haraldsdóttir og Steinunn Hjartardóttir og kynntu fyrir nefndarmönnum Dægurlagakeppni Kvenfélagsins sem fyrirhuguð er í Sæluviku.
Eftirfarandi var bókað: “ Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd metur það mikla framlag Kvenfélag Sauðárkróks til menningarmála í Skagafirði vegna Dægurlagakeppninnar, og er tilbúin að endurskoða afstöðu sína til styrkveitingar þegar uppgjör liggur fyrir að keppni lokinni.” - Lagt fram til kynningar bréf frá Magnúsi Sigmundssyni fh. áhugahóps um uppbyggingu "ferðamannaþorps" í Varmahlíð.
- Nefndin hvetur íþróttakennara og aðra leiðbeinendur til að fara á námskeiðið / ráðstefnuna.
- Nefndin tilnefnir Jón Garðarsson og Helga Gunnarsson í stjórn Miðgarðs.
- Menningar- íþrótta- og æskulýðsfulltrúi upplýsti fundarmenn að nú þegar hafi nokkur vinna verið lögð í þessa heimsókn og hann sé í sambandi við Jostein By vegna málsins.
- Nefndin felur starfsmanni að afla frekari upplýsinga um málið.
“Björgvin Guðmundsson óskar bókað að hann sé á móti því að styrkja verkefnið.” - Nefndin frestar afgreiðslu málsins.
- Nefndin hafnar erindinu
- Rætt um þær hugmyndir sem fram eru komnar um notkun á félagsheimilinu í Hegranesi. Ákveðið að senda bréf til Byggðarráðs vegna fjármögnunar á endurbótum á húsinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18.40