Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

95. fundur 07. febrúar 2002 kl. 15:00 - 17:10 Í Félagsheimilinu Bifröst

 

            95. fundur, haldinn í Félagsheimilinu Bifröst 7. febrúar 2002, kl. 15:00.
Mætt: Jón Garðarsson, Helgi Thorarensen, Ásdís Guðmundsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Bjarni Brynjólfsson og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Bréf frá  Byggðarráði, dags. 5. feb. 2002, sem vísað var til MÍÆ-nefndar 30. janúar sl. vegna bókasafns Björns Egilssonar.
  2. Bréf frá Byggðarráði, dags. 5. feb. 2002, sem vísað var til MÍÆ-nefndar á fundi 30. janúar sl., þar sem sveitarfélaginu Skagafirði er boðin þátttaka í Menningarnótt  Reykjavíkur 2002.
  3. Bréf frá Byggðarráði, dags. 28. jan., sem vísað var til MÍÆ-nefndar 17. janúar sl. vegna umsóknar um gistiþjónustu í Steinsstaðaskóla, ásamt öðrum umsóknum.
  4. Bókhald félagsheimila.
  5. Sundlaug Sauðárkróks, opnunartímar um páskana og helgar í vetur.
  6. Önnur mál: 
    a)       Umsókn frá Ninegjgs vegna ferðar til Póllands.
    b)       Sláttur íþróttasvæðis.
    c)       Fyrirspurn frá Ásdísi Guðmundsdóttur hvað varðar vinnu við Menningarstefnu.

AFGREIÐSLUR:

  1. Starfsmanni falið að ræða við forstöðumann Héraðsskjalasafns og finna lausn á málinu.
  2. Nefndin fagnar þessu tækifæri til kynningar á skagfirskri menningu og mun skipa nefnd til að sjá um málið.
  3. Fjórar umsóknir hafa borist:
    Kristján Kristjánsson f.h. Steinsstaðaskóla
    Friðrik Rúnar Friðriksson
    Magnús Þór Einarsson
    Marta S. Björnsdóttir.
    Nefndin felur formanni MÍÆ að afgreiða málið ásamt formanni skólanefndar.
  4. Bjarni Brynjólfsson vék af fundi við upphaf þessa liðar. 5 umsóknir bárust. Starfsmanni og fjármálastjóra falið að ræða við umsækjendur. Umsækjendur eru:
    Helga Eyjólfsdóttir
    Helga Þórðardóttir
    Kristín Hanna Ásbjörnsdóttir
    Erla Guðrún Magnúsdóttir
    Leiðbeiningarmiðstöðin ehf.
    Bjarni Brynjólfsson kom aftur inn á fundinn.
  5. Nefndin samþykkir að lengja opnunartíma sundlaugarinnar á Sauðárkróki um páskana og um helgar. Starfsmanni falið að vinna að framgangi málsins.
  6. Önnur mál:
    a)       Erindinu vísað til úthlutunar úr menningarsjóði.
    b)       Starfsmanni falið að vinna að málinu ásamt fjármálastjóra.
    c)       Ákveðið að óska eftir að Guðrún Helgadóttir, sem er að

vinna að stefnumótuninni, komi á næsta fund nefndarinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17,10