Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
95. fundur, haldinn í Félagsheimilinu Bifröst 7. febrúar 2002, kl. 15:00.
Mætt: Jón Garðarsson, Helgi Thorarensen, Ásdís Guðmundsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Bjarni Brynjólfsson og Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Bréf frá Byggðarráði, dags. 5. feb. 2002, sem vísað var til MÍÆ-nefndar 30. janúar sl. vegna bókasafns Björns Egilssonar.
- Bréf frá Byggðarráði, dags. 5. feb. 2002, sem vísað var til MÍÆ-nefndar á fundi 30. janúar sl., þar sem sveitarfélaginu Skagafirði er boðin þátttaka í Menningarnótt Reykjavíkur 2002.
- Bréf frá Byggðarráði, dags. 28. jan., sem vísað var til MÍÆ-nefndar 17. janúar sl. vegna umsóknar um gistiþjónustu í Steinsstaðaskóla, ásamt öðrum umsóknum.
- Bókhald félagsheimila.
- Sundlaug Sauðárkróks, opnunartímar um páskana og helgar í vetur.
- Önnur mál:
a) Umsókn frá Ninegjgs vegna ferðar til Póllands.
b) Sláttur íþróttasvæðis.
c) Fyrirspurn frá Ásdísi Guðmundsdóttur hvað varðar vinnu við Menningarstefnu.
AFGREIÐSLUR:
- Starfsmanni falið að ræða við forstöðumann Héraðsskjalasafns og finna lausn á málinu.
- Nefndin fagnar þessu tækifæri til kynningar á skagfirskri menningu og mun skipa nefnd til að sjá um málið.
- Fjórar umsóknir hafa borist:
Kristján Kristjánsson f.h. Steinsstaðaskóla
Friðrik Rúnar Friðriksson
Magnús Þór Einarsson
Marta S. Björnsdóttir.
Nefndin felur formanni MÍÆ að afgreiða málið ásamt formanni skólanefndar. - Bjarni Brynjólfsson vék af fundi við upphaf þessa liðar. 5 umsóknir bárust. Starfsmanni og fjármálastjóra falið að ræða við umsækjendur. Umsækjendur eru:
Helga Eyjólfsdóttir
Helga Þórðardóttir
Kristín Hanna Ásbjörnsdóttir
Erla Guðrún Magnúsdóttir
Leiðbeiningarmiðstöðin ehf.
Bjarni Brynjólfsson kom aftur inn á fundinn. - Nefndin samþykkir að lengja opnunartíma sundlaugarinnar á Sauðárkróki um páskana og um helgar. Starfsmanni falið að vinna að framgangi málsins.
- Önnur mál:
a) Erindinu vísað til úthlutunar úr menningarsjóði.
b) Starfsmanni falið að vinna að málinu ásamt fjármálastjóra.
c) Ákveðið að óska eftir að Guðrún Helgadóttir, sem er að
vinna að stefnumótuninni, komi á næsta fund nefndarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17,10