Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
96. fundur, haldinn í Bifröst fimmtudaginn 21. febrúar 2002, kl. 16:00.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Helgi Thorarensen, Kristín Bjarnadóttir, Jón Garðarsson, Bjarni Brynjólfsson. Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Menningarstefna sveitarfélagsins
- Bókhald félagsheimila
- Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
- Jón Garðarsson setti fundinn og bauð Guðrúnu Helgadóttur velkomna á fundinn, en hún hefur verið að vinna að undirbúningi vegna Menningarstefnu Sveitarfélagsins. Guðrún kynnti þá vinnu, sem nú þegar liggur fyrir og hver næstu skref eru.
Ákveðið var að klára greinargerð í febrúar og halda vinnufund 6. mars þar sem fulltrúa Akrahrepps verði boðin þátttaka. Almennur fundur verður síðan haldinn 13. apríl og Menningarstefnan kynnt eigi seinna en 6. maí. - Bjarni Brynjólfsson vék af fundi við upphaf þessa liðar.
Ákveðið að ganga til samninga við Leiðbeiningamiðstöðina um að sjá um bókhaldsmál félagsheimila í Skagafirði til eins árs. - Önnur mál:
a) Rædd hugmynd um nýtingu félagsheimilis Rípurhrepps í kjölfar funda hússtjórnar og fulltrúa MÍÆ. Ákveðið að senda íbúum í Hegranesi bréf til kynningar á hugmyndinni.
b) Kristín Bjarnadóttir vék af fundi við upphaf þessa liðar.
Tekið fyrir erindi sem var frestað á fundi 24. janúar sl. vegna stjórnsýslukæru vegna ráðningar húsvarðar að félagsheimilinu Höfðaborg.
MÍÆ hefur leitað upplýsinga hjá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni, hdl. Það er álit hans að "stjórnsýslukæru" þessari sé beint aö röngum aðila. MÍÆ nefnd kom ekkert að ráðningu húsvarðar í Höfðaborg enda á húsnefnd Höfðaborgar að fjalla um slík mál.
MÍÆ nefnd mun því ekki aðhafast neitt frekar í málinu annað er að fela Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni að svara Hauki Frey Reynissyni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18,30