Samstarfsnefnd með Akrahreppi
1.Breytingar á skólastjórabústað í Varmahlíð
Málsnúmer 1108021Vakta málsnúmer
Ákveðið að ráðast í brýnar framkvæmdir nú, en geym það sem hægt er til næsta árs. Guðmundi Þór Guðmundssyni, umsjónarmanni eignasjóðs, falið að gera kostnaðaráætlun fyrir þær framkvæmdir sem ráðist verður í nú.
2.Breytingar á skólahúsnæði Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1108020Vakta málsnúmer
Fyrirliggjandi tillögur ræddar og samþykkt að breyta í samræmi við óskir skólastjóra þar um. Um ræðir að færa aðstöðu ritara í fundaherbergi á 3. hæð og gera lúgu þar á vegg. Ennfremur breytingar á aðstöðu kennara. Þá verður milliveggur á milli tveggja kennslustofa fjarlægður.
3.Ráðningasamningur við skólastjóra
Málsnúmer 1108018Vakta málsnúmer
Farið yfir tillögur að ráðningasamningi og hann samþykktur með örlitlum orðalagsbreytingum.
4.Leiguhúsnæði fyrir skólastjóra
Málsnúmer 1108019Vakta málsnúmer
Samþykkt að taka á leigu húsnæði í Ketu í Hegranesi til búsetu fyrir skólastjóra á meðan á viðgerðum við skólastjórabúsað í Varmahlíð stendur.
Fært í fundakerfi sveitarfélagsins af Helgu S. Bergsdóttur eftir fundargerð Herdísar.
Fundi slitið - kl. 18:00.