Samstarfsnefnd með Akrahreppi
Samráðsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
Fundurinn haldinn laugardaginn 15.05.2004 kl: 12:00
Mættir voru: Agnar Gunnarsson,
Ársæll Guðmundsson, Einar E Einarsson, Gísli Gunnarsson og Þorleifur Hólmsteinsson
Dagskrá:
1. Málefni leikskólans í Varmahlíð.
2. Samningur við skólastjóra Varmahlíðarskóla.
1. Málefni leikskólans Birkilundar.
- Endurnýja gólfefni með t.d. plastparketi.
- Tengja girðingu Birkilundar við húsið.
- Bera fúavarnarefni á húsið.
Ákveðið að ekki yrði farið af stað í framkvæmdir nema nákvæm kostnaðaráætlun um bæði efni og vinnu lægi fyrir og hana væri búið að samþykkja af báðum sveitarfélögunum. Ákveðið að breytingarnar fari inn í rekstur skólans og greiðist því af báðum sveitarfélögunum eftir þeirri reglu sem um þá kostnaðarskiptingu gildir. Ákveðið að Agnar myndi fylgja málinu eftir við tæknideild Sveitarfélagsins og kanna mögulega samninga við iðnaðarmenn um verkið.
2. Ársæll lagði fram samkomulag f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps við skólastjóra Varmahlíðarskóla, Pál Dagbjartsson, dagsett 15. maí 2004. Nefndin samþykkir framlagt samkomulag fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að ganga frá því.