Samstarfsnefnd með Akrahreppi
Dagskrá
Jón Sigurðsson sat fundinn undir umræðum en vék af fundi við afgreiðslu vegna tengsla við einn umsækjanda. Fundarhlé var gert og kom Þorkell Gíslason inn í stað Jóns Sigurðssonar.
1.Skólastjóri Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1502244Vakta málsnúmer
Farið yfir umsóknir um stöðu skólastjóra Varmahlíðarskóla. Nefndin samþykkir með þremur atkvæðum að ráða Hönnu Dóru Björnsdóttur sem skólastjóra Varmahlíðarskóla að lokinni yfirferð umsókna og faglegs mats.
Fulltrúar Akrahrepps óska bókað að þeir gefa Kristvinu Gísladóttur sín atkvæði.
Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar óska bókað að þeirra afstaða byggist á faglegu mati hvað varðar menntun umsækjanda, reynslu og hæfni. Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar harma að það þurfi að koma til bókana um niðurstöðu ráðningar.
Fulltrúar Akrahrepps óska bókað að þeir gefa Kristvinu Gísladóttur sín atkvæði.
Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar óska bókað að þeirra afstaða byggist á faglegu mati hvað varðar menntun umsækjanda, reynslu og hæfni. Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar harma að það þurfi að koma til bókana um niðurstöðu ráðningar.
Fundi slitið - kl. 17:50.