Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

6. fundur 09. nóvember 1999 kl. 14:00

SAMSTARFSNEFND AKRAHREPPS OG SVEITARFÉLAGSINS SKAGAFJARÐAR

FUNDUR 9.11.1999

 

            Þriðjudaginn 9. nóvember árið 1999, kl. 1400 var haldinn fundur í Samstarfsnefnd Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

            Á fundinn voru mætt:  Gísli Gunnarsson, Herdís Sæmundardóttir, Broddi Björnsson og Agnar Gunnarsson.  Auk þeirra var mættur Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

DAGSKRÁ:

  1. Stjórnsýsluhús og Háholt.
  2. Svæðisskipulag.
  3. Samkomulag um rekstur skóla.
  4. Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
  5. Skertur opnunartími póstafgreiðslu í Varmahlíð.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Lagður fram ársreikningur Húsfélagsins Skagfirðingabraut 17-21 og yfirlit yfir byggingarkostnað Meðferðarheimilisins Háholts.

2. Samstarfsnefnd Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beina því til stjórna sveitarfélaganna að samþykkja eftirfarandi:

Það er eindreginn vilji sveitarstjórna Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar að fyrirliggjandi tillaga að svæðisskipulagi Skagafjarðar verði staðfest af umhverfisráðherra og að það verði sá grundvöllur sem frekari skipulagsvinna byggist á, endurskoðun svæðisskipulags, aðalskipulag og deiliskipulag sveitarfélaganna.  Þannig hefur svæðisskipulagstillagan nýst þó óstaðfest sé og þannig munu sveitarfélögin nýta hana þó ekki sé allt fullklárað, eins og væntanlega er venjulegt í svæðisskipulagi, er betra að hafa gott skipulag sem þróa má heldur en ekkert.  Sveitarstjórnir Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkja að fela ráðgjöfum að leiðrétta hið fyrsta uppdrætti í samræmi við athugasemdir í B-kafla bréfs Skipulagsstofnunar dags. 23. júní 1998.

Sveitarstjórnir Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkja að koma á fót samvinnunefnd um að endurskoða svæðisskipulagið eftir því sem niðurstöður fást úr þeim rannsóknum sem standa yfir og fyrirhugaðar eru og varða svæðisskipulagið og leita eftir því að Skipulagsstofnun tilnefni fulltrúa sinn í samvinnunefndina í samræmi við 12. gr. skipulags- og byggingarlaga.  Í samvinnunefndinni verði 2 fulltrúar frá Sveitarfélaginu Skagafirði og 1 fulltrúi frá Akrahreppi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að fela heilbrigðisnefnd í samráði við Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar að gera tillögur um tilhögun verks ásamt kostnaðaráætlun við flokkun strandsvæða og vatnsverndarsvæða innan marka sveitarfélagsins.

3. Lagt fram samkomulag um rekstur og framkvæmdir við Varmahlíðarskóla, Tónlistarskóla Skagafjarðar og leikskólann Birkilund.  Ákveðið að gera breytingar á samkomulaginu og leggja fyrir næsta fund.

4. Samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps lagður fram og samþykktur með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna.

5. Samstarfsnefndin mótmælir skerðingu á opnunartíma póstafgreiðslu Íslandspósts í Varmahlíð og felur sveitarstjóra Skagafjarðar að koma mótmælum nefndarinnar á framfæri.

 

Fundi slitið.

 

Gísli Gunnarsson                                                       Snorri Björn Sigurðsson

Broddi Björnsson

Agnar Gunnarsson

Herdís Á. Sæmundardóttir