Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

9. fundur 04. október 2000

SAMSTARFSNEFND AKRAHREPPS OG SVEITARFÉLAGSINS SKAGAFJARÐAR

FUNDUR 04.10.2000

 

            Ár 2000, miðvikudaginn 4. október, kom Samstarfsnefnd Akrahrepps og Skagafjarðar saman til fundar í Héðinsmynni kl. 1500. Mætt voru: Broddi Björnsson, Agnar H. Gunnarsson, Gísli Gunnarsson, Herdís Sæmundardóttir og Snorri Björn Sigurðsson.

 

Staða sameiginlegra útgjalda

Farið var yfir stöðulista bókhalds, miðað við september, á þeim liðum sem eru í samstarfi Skagafjarðar og Akrahrepps.

Leikskólinn Birkilundur virðist stefna mjög verulega fram úr áætlun. Er stærsta skýringin að 3 starfsmenn eru í barnsburðarleyfi. Einnig hefur verið mikið um veikindi.

Eins og fram  kom á rekstrarnefndarfundi Varmahlíðarskóla hefur kostnaður við brunaviðvörunarkerfi og endurnýjun tölvubúnaðar farið fram úr áætlun.

Þá stefnir Tónlistarskólinn fram úr áætlun, einkum launaliður og akstur.

Viss ótti er til staðar um að Byggðasafnið fari fram úr áætlun en það kemur ekki í ljós fyrr en tekjuliðir skila sér.

 

Stjórnsýsluhúsið og aðrar húseignir

Gerð grein fyrir hugmyndum um sölu eignarhluta sveitarfélaganna í stjórn­sýsluhúsinu og voru aðilar sammála um að rétt væri að selja.

Sömuleiðis voru aðilar sammála um að leita eftir því að ríkið kaupi Háholt.

 

Dagvist aldraðra

Gerð var grein fyrir að einstaklingur úr Akrahreppi hefur notið þjónustu í dagvist aldraðra.

 

Ferðamál

Rætt um aðkomu sveitarfélaganna að ferðamálum, þ.e. starfsemi upplýsinga­miðstöðvar og ferðamálafulltrúa. Einnig var í þessu sambandi rætt um  menn­ingartengda ferðaþjónustu. Voru aðilar sammála um að skoða þyrfti málið rækilega.

 

Fleira ekki gert.

 

Snorri Björn Sigurðsson, ritari.