Samstarfsnefnd með Akrahreppi
SAMSTARFSNEFND AKRAHREPPS OG SVEITARFÉLAGSINS SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 21.08.2002
Ár 2002, miðvikudaginn 21. ágúst, kom Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki kl.13:00
Mætt voru: Agnar Gunnarsson, Gísli Gunnarsson, Þorleifur Hólmsteinsson, Einar Einarsson og Ársæll Guðmundsson.
Dagskrá:
- Kjör formanns.
- Samstarfsverkefni sveitarfélaganna.
Afgreiðslur:
1. Fram kom tillaga um Gísla Gunnarsson sem formann nefndarinnar. Ekki komu fram aðrar tilnefningar og skoðast Gísli því rétt kjörin.
2. Samstarfsverkefni sveitarfélaganna
a) Ákveðið að endurskoða samstarfssamning sveitarfélaganna og ljúka því verki fyrir 1. janúar 2002.
b) Ákveðið að endurskoða kostnað við rekstur skólaskrifstofu.
c) Fulltrúar Akrahrepps leggja til að fá að hafa áheyrnafulltrúa með málfrelsi og tillögurétt þegar fjallað er um safnamál, sem um er getið í samstarfssamningi sveitarfélagnna. Samþykkt.
d) Rætt um skipulagsmál í Skagafirði.
e) Rætt um málefni Miðgarðs og ákveðið að taka fyrirliggjandi drög að reglugerð um stjórn og starfssemi Miðgarðs fyrir á næsta fundi og boða nefndina sem endurskoðunina gerði á fundinn.
Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 3. september kl. 13:00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.30.
Ársæll Guðmundsson ritar fundargerð.