Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

13. fundur 02. september 2002 kl. 13:00 - 15:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Samstarfsnefnd sveitarfélaga í Skagafirði

 

Ár 2002, miðvikudaginn 04. september, kom Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki kl.13:00

Mætt voru: Agnar Gunnarsson, Gísli Gunnarsson, Þorleifur Hólmsteinsson, Einar Einarsson og Ársæll Guðmundsson. Páll Dagbjartsson og Katrín María Andrésdóttir sátu einnig fundinn.

 

Dagskrá:

  1. Félagsheimilið Miðgarður.
  2. Kostnaður við rekstur og skipulag skólaskrifstofu.
  3. Búfjáreftirlit.
  4. Fráveitumál.

 

Afgreiðslur:

1. Félagsheimilið Miðgarður.

a) Páll Dagbjartsson einn þriggja nefndarmanna sem gerðu tillögu um nýja

reglugerð fyrir félagsheimilið Miðgarð gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og niðurstöðum hennar.

Reglugerð um félagsheimilið Miðgarð samþykkt með neðangreindri 3. gr. í stað þeirrar sem áður var lögð fram og orðist svo:

3. gr.

Hvorki hússtjórn né sveitarfélögin geta ráðstafað félagsheimilinu né ákveðið meiriháttar endurbætur og viðhald án þess að kynna eigendum skriflega fyrirhugaðar framkvæmdir og kostnaðaráætlun.  Eignarhlutur eigenda, sem ekki taka þátt í framkvæmdakostnaði. skerðist í réttu hlutfalli við framkvæmdakostnaðinn.


b) Páll Dagbjartsson kynnir framtíðarsýn um félagsheimilið Miðgarð varðandi notkun, endurbætur og starfsemi.

Samþykkt að óska eftir viðræðum við Menntamálaráðuneytið um menningarhús í Skagafirði.

Páll Dagbjartsson víkur af fundi.

 

2. Kostnaður við rekstur og skipulag skólaskrifstofu

Ákveðið að fela Fræðslu- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt fulltrúa Akrahrepps að kanna málið og gera tillögur.

Katrín María Andrésdóttir víkur af fundi.


3. Búfjáreftirlit.

Rætt um ný lög varðandi búfjáreftirlit og ákveðið að hafa samstarf um framkvæmd þeirra og landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar falin nánari útfærsla.

 

4. Fráveitumál.

Rætt um fráveitumál í dreifbýli og ákveðið að hafa um þau samstarf.  Ákveðið að kanna hugsanlega aðkomu ríkisins að þessum málum.


Ákveðið að halda næsta fund miðvikudaginn 9. október í Varmahlíðarskóla kl. 13:00.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00.

                                                                       Ársæll Guðmundsson ritar fundargerð.