Samstarfsnefnd með Akrahreppi
Samstarfsnefnd sveitarfélaga í Skagafirði / rekstarnefnd Varmahlíðarskóla
Fundur í Varmahlíð 9. október 2002.
Mætt voru: Agnar Gunnarsson, Gísli Gunnarsson, Þorleifur Hólmsteinsson, Einar Einarsson og Páll Dagbjartsson
Ársæll boðaði forföll og var Einar skipaður fundarritari.
Dagskrá:
Málefni Varmahlíðarskóla.
Páll spurði um hvernig fyrirkomulag yrði á leigukostnaði vegna hins nýja Eignasjóðs.
Í því sambandi vakna upp t.d. spurningar um fyrirkomulag á kostnaði við húsvörð.
Páll lagði fram lista um verkefni sem þarf að gera. Þar má fyrst nefna að mála skólan, skipta um teppi á göngum, skipta um ljós í kennslustofum en þau eru þegar til, bókasafninu vantar betra húsnæði, gera þarf upp smíðastofuna ef halda á áfram að kenna smíði. Einnig þarf að huga enn frekar að brunavörnum, hreinsa þarf loftstokka, laga þarf þakleka yfir kennarastofunni og síðan þarf tölvubúnaðurinn sitt venjulega viðhald.
Ákveðið var að taka til frekari skoðunar málun á skólanum að utan við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Páll sagði að vilji manna stæði til þess að náttúrugripasafnið fari úr núverandi stofu og bókasafnið yrði flutt þangað. Rætt um hvert væri hægt að flytja það. Ákveðið var að ræða við Sigríði Sigurðardóttir og Þorstein Sæmundsson um mögulega staðsetningu á safninu og safnagildi þeirra hluta sem safninu tilheyra í dag. Stefnt skal að því að safnið fari úr húsnæði skólans fyrir næsta skólaár.
Páll sagði fram gjaldakrá íþróttamiðstöðvar í Varmahlíðarskóla en hún hefur verið óbreytt frá 1998. Einnig lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá og er hún í samræmi við aðrar íþróttamiðstöðvar í Skagafirði.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
Páll lagði fram sögulegt yfirlit um íþróttavöllin í Vhl. Ákveðið var að fá Unnar Vilhjálmsson til að sjá um að gengið verði vel frá vellinum fyrir veturinn.
Páll lagði fram hugmyndir að tilraunaverkefni við Varmahlíðarskóla. Verkefnið gengur út á að 5 ára börn sem nú eru á leikskólanum í Vhl. kæmu í sérstaka dagskrá á vegum skólans alla virka daga vikunar frá kl: 8:30-12:00. Húsnæði er nægt í skólanum ef náttúrugripasafnið fer út. Fundarmenn voru mjög jákvæðir gagnvart hugmyndinni og var Páli falið að útfæra hugmyndina betur í samráði við Fræðslu og menningarnefnd og þá síðan kynna foreldrum hugmyndina og heyra hug þeirra gagnvart þessu.
Páll lagði fram samning frá 30. okt 1976 um frían aðgang skólans að heitu vatni gegn borun eftir vatninu. Frá því um 1990 hefur skólinn hins vegar greitt fyrir dælingu á vatninu. Gísla falið að athuga hjá Varmahlíðar stjórninni hvort til sé annar samningur eða bókun um þessi mál.
Páll spurði hvort til greina kæmi að skólinn réði sér ritara í 50% stöðu frá áramótum. Smkvæmt reglum á skólinn kost á aðstoðarskólastjóra en hefur ekki haft slíkan. Það er álit skólastjóra og kennara að ritari myndi koma skólanum vel og auka enn frekar á þjónustu skólans. Tóku fundarmenn vel í málið og var ákveðið að skoða málið við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Rætt var um samspil vinnuskóla og grunnskóla. Voru fundarmenn jákvæðir gagnvart hugmyndinni og var Páli falið að vinna hana enn frekar í samráði við Fræðslu og menningarnefnd.
Páll ræddi um nýja planið og benti sérstaklega á að beygjan að skólanum væri of kröpp fyrir skólabílana og hana þyrfti að lagfæra.
Fundi slitið kl: 17:00
Þorleifur Hólmsteinssson
Agnar Gunnarsson
Gísli Gunnarsson
Einar Einarsson
Páll Dagbjartsson