Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

296. fundur 12. janúar 2017 kl. 13:15 - 14:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varam.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Iðutún 23 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1612126Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 14.desember 2016 sækir Þröstur Kárason kt. 310895-2459 um einbýlishúsalóðina nr. 23 við Iðutún á Sauðárkróki.Erindið samþykkt.

2.Iðutún 14 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1612263Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 9.desember 2016 sækja Ingvar Páll Ingvarsson, kt. 011072-3809 og Valdís Brá Þorsteinsdóttir, kt. 290276-3659 um einbýlishúsalóðina nr. 14 við Iðutún á Sauðárkróki.

Erindið samþykkt.

3.Varmahlíð - KS - umsókn um staðsetningu olíugeyma -N1

Málsnúmer 1612231Vakta málsnúmer

Gissur Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar N1 hf sækir, fh. N1, um framlengingu á tímabundnu leyfi til notkunar 2 ofanjarðargeyma á lóð KS í Varmahlíð. Sótt er um leyfið tímabundið eða til 31.12.2017. Fyrir liggja umsagnir heilbrigðisfulltrúa og slökkviliðsstjóra. Fallist er á að veita leyfi fyrir ofangreindri beiðni gegn því að athugasemdir og ábendingar slökkviliðsstjóra og heilbrigðisfulltrúa verið virtar. Skipulags og byggingarnefnd veitir leyfi tímabundið til 31. október 2017.

4.Austurgata 5 - Umsókn um breytta notkun og byggingarleyfi.

Málsnúmer 1612012Vakta málsnúmer

Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar 9. desember 2016 samþykkti Skipulags- og byggingarnefnd tímabundna breytta notkun húsnæðis, til tveggja ára. Var það gert í góðri trú um samþykki nágranna. Annað hefur komið í ljós eins og bréf eiganda Austurgötu 7 dagsett 19. desember 2016 ber með sér. Í ljósi framangreindra upplýsinga afturkallar skipulags- og byggingarnefnd áður samþykkta breytta starfsemi í Austurgötu 5.

5.Kleifatún 12 Sauðárkróki - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1610004Vakta málsnúmer

Á 293. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar 25. október sl. fengu Sigurpáll Aðalsteinsson kt. 081170-5419 og Kristín Elfa Magnúsdóttir kt 230476-5869 úthlutað einbýlishúsalóðinni nr. 12 við Kleifatún á Sauðárkróki. Með bréfi dagsettu 5. janúar 2017 óska þau eftir að úthlutun lóðarinnar verði breytt og lóðarleigusamningur verði gerður við Videosport ehf. 470201-2150 en það fyrirtæki er í þeirra eigu. Erindið samþykkt.

6.Borgarmýri 3 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1612142Vakta málsnúmer

Kári Björn Þorsteinsson kt 141174-5769, fyrir hönd KÞ lagna ehf. kt. 600106-2280 sem er eigandi séreignar með fastanúmerið 213-1299 í fjöleignahúsi á lóð nr. 3 við Borgarmýri á Sauðárkróki, landnúmer 143224, sækir um leyfi til að breyta útliti og innangerð eignarinnar ásamt því að gera eignina að þremur séreignum.

Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þ. Þórarinssyni, dagsettir 10. desember 2016. Uppdrættirnir eru í verki númer 776002 nr. A-101, A-102 og A-103. Fyrirliggjandi er samþykki meðeigenda sem ekki gera athugasemdir við fjölgun séreiganrhluta í húsinu. Erindið samþykkt.



7.Skógargata 1 - Umsókn um lóðarstækkum

Málsnúmer 1701030Vakta málsnúmer

Knútur Aadnegard kt 020951-2069 eigandi Skógargötu 1 á Sauðárkróki sækir um að lóðin Skógargata 1 verði stækkuð. Lóðin er í dag 575 m2 Í umsókn kemur fram að fyrirhugaðar séu breytingar á eigninni og því nauðsynlegt að lóðin verði stækkuð. Afgreiðslu erindis frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að mæla upp reitinn og skoða gildandi samninga.



8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 39

Málsnúmer 1612007FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 39. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

Fundi slitið - kl. 14:20.