Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
1.Nestún - Deiliskipulag íbúðabyggð
Málsnúmer 2101146Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá nefndarinnar 16. sept. sl., þá m.a. bókað. „Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að unnið verði áfram með tillöguna í samræmi við umræður fundarins.“
Björn Magnús Árnason, Stoð ehf. verkfræðistofu mætti á fundinn og kynnti breytta tillögu/drög að nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar, 5 parhúsalóðum norður af Nestúni. Tillagan er í samræmi við tillögur að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem hefur verið auglýst.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að unnið verði áfram með tillöguna í samræmi við umræður fundarins.
Björn Magnús Árnason, Stoð ehf. verkfræðistofu mætti á fundinn og kynnti breytta tillögu/drög að nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar, 5 parhúsalóðum norður af Nestúni. Tillagan er í samræmi við tillögur að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem hefur verið auglýst.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að unnið verði áfram með tillöguna í samræmi við umræður fundarins.
2.GSS -Vegna tillögu að aðalskipulagi Svf. Skagafjarðar 2020-2035
Málsnúmer 2109215Vakta málsnúmer
Kristján Bjarni Halldórsson formaður GSS leggur fram erindi dagsett 19. september sl. þar sem fram koma ábendingar/athugasemdir við aðalskipulagstillögu Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Einnig kemur fram ósk Golfklúbbs Skagafjarðar um að ráðist verði í vinnu við deiliskipulag Hlíðarendavallar vegna stækkunar vallarins um leið og búið verður að staðfesta aðalskipulag 2020-2035. Ofangreint erindi barst á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is 8. og 18 september sl. og eru í ferli ábendingar/athugasemdir GSS ásamt öðrum ábendingum/athugasemdum varðandi aðalskipulagstillögu Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Varðandi ósk Golfklúbbs Skagafjarðar um að ráðist verði í vinnu við deiliskipulag Hlíðarendavallar vegna stækkunar vallarins bendir nefndin á að framkvæmdaraðili skal gera tillögu að deiliskipulagi á sinn kostnað samkvæmt 38. gr. laga nr. 123/2010.
3.Skógarhlíð - hjóla,göngu og skokkstígar
Málsnúmer 2109275Vakta málsnúmer
Valur Valsson kt. 131182- 3099 fh. Hjólreiðafélagsins Drangey kt. 630915-0580 leggur fram erindi ásamt fylgiskjali dagsett 9. september sl. þar sem fram koma ábendingar/athugasemdir við aðalskipulagstillögu Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Nefndin vísar erindinu til gerðar aðalskipulags.
Nefndin vísar erindinu til gerðar aðalskipulags.
4.Víðigrund 14 og 16 - Lóðarmál og bílastæði
Málsnúmer 2109129Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi formanna húsfélaga fjöleignahúss númer 14 og 16 við Víðigrund dagsett 13. september 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.
5.Smáragrund 2A - Umsókn um breikkun á innkeyrslu
Málsnúmer 2109236Vakta málsnúmer
Jóna Björk Sigurðardóttir kt. 270663-4789 sækir fyrir hönd ÁTVR um að fá að fjölga innkeyrslum á lóðina númer 2 við Smáragrund. Innkeyrsla kæmi frá Víðigrund vestan lóðar númer 2A við Smáragrund og því hægt að nýta þann hluta lóðar fyrir bílastæði.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
6.Fosshóll 1 - Umsókn um nafnleyfi
Málsnúmer 2109266Vakta málsnúmer
Sæmundur Jónsson kt. 160191-3339 þinglýstur eigandi íbúðahúsalóðarinnar Fosshóll 1, L229259 og íbúðarhúss sem á lóðinni stendur sækir vísan til laga nr. 22/2015 og reglugerðar nr. 577/2017 um breytt eignarheiti lóðar og húss. Sótt er um að lóðin og húsið sem á lóðinni stendur fái heitið Lyngás.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
7.Laugavegur - Beiðni um breytingu á götuheiti
Málsnúmer 2108268Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá nefndarinnar 9. september sl., þá bókað.
„Erna Geirsdóttir f.h. íbúa við Laugaveg í Varmahlíð leggur fram óundirritað erindi dags. 30.8.2021 þar sem fram kemur ósk um breitt götuheiti og málvenjur og að gatan fái heitið Laugarvegur. 2. júlí s.l. var birt aðsend grein í Feyki frá Rúnari Birgi Gíslasyni fyrrum íbúa við Laugaveg þar sem fram kemur að götuheitið Laugavegur í Varmahlíð væri rangt og Laugarvegur væri hið rétta. Skoraði Rúnar Birgir á Sveitarfélagið Skagafjörð að leiðrétta það þar sem við ætti s.s. hjá fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og víðar. Einnig benti hann á að á heimasíðu sveitarfélagsins mætti sjá þau spor að gatan væri ekki alltaf réttnefnd. Starfsfólks Héraðsskjalasafns Skagfirðinga las í gegnum fundargerðarbækur Byggingarnefndar og Hreppsnefndar Seyluhrepps sem varðveittar eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. í fundargerð Byggingarnefndar 13. maí 1980 var tekið fyrir mál vegna götunafna í Varmahlíðarhverfi. Þar bókað að gata frá hóteli að Úthlíð heiti Grundargata - frá suðri til norðurs. Ætla má að þar sé fyrsta tillaga að nafni á götuna sem ber nú nafnið Laugavegur. Í fundargerðarbók hreppsnefndar frá 14. maí 1980 er fallið frá ákvörðun byggingarnefndar um að nefna götuna Grundargata og er samþykkt í hreppsnefnd að nefna götuna Laugaveg. Í fundargerð byggingarnefndar frá 27. nóvember 1984 er tekið fyrir erindið: Bréf frá íbúum Laugavegs. í öllum fundargerðum umræddar bókar sem eftir koma á árunum 1984-1990 er alltaf talað um lóðir og byggingar við Laugaveg. Aldrei kemur fram nafnið Laugarvegur. Á skipulagsuppdrætti samþykktum af hreppsnefnd Seyluhrepps 11.03.1997 og Skipulagsstjóra ríkisins eru götunöfn Varmahlíðar skráð og gatan þar skrifuð Laugavegur. Að framangreindu virtu hafnar Skipulags- og byggingarnefnd umbeðinni nafnbreytingu götunnar.“
Í dag liggur fyrir erindi dagsett 21. september sl. undirritað af miklum meirihluta eigenda fasteigna við Laugaveg þar sem óskað er eftir að nafni götunar verði breytt og gatan fái heitið Laugarvegur.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins.
„Erna Geirsdóttir f.h. íbúa við Laugaveg í Varmahlíð leggur fram óundirritað erindi dags. 30.8.2021 þar sem fram kemur ósk um breitt götuheiti og málvenjur og að gatan fái heitið Laugarvegur. 2. júlí s.l. var birt aðsend grein í Feyki frá Rúnari Birgi Gíslasyni fyrrum íbúa við Laugaveg þar sem fram kemur að götuheitið Laugavegur í Varmahlíð væri rangt og Laugarvegur væri hið rétta. Skoraði Rúnar Birgir á Sveitarfélagið Skagafjörð að leiðrétta það þar sem við ætti s.s. hjá fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og víðar. Einnig benti hann á að á heimasíðu sveitarfélagsins mætti sjá þau spor að gatan væri ekki alltaf réttnefnd. Starfsfólks Héraðsskjalasafns Skagfirðinga las í gegnum fundargerðarbækur Byggingarnefndar og Hreppsnefndar Seyluhrepps sem varðveittar eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. í fundargerð Byggingarnefndar 13. maí 1980 var tekið fyrir mál vegna götunafna í Varmahlíðarhverfi. Þar bókað að gata frá hóteli að Úthlíð heiti Grundargata - frá suðri til norðurs. Ætla má að þar sé fyrsta tillaga að nafni á götuna sem ber nú nafnið Laugavegur. Í fundargerðarbók hreppsnefndar frá 14. maí 1980 er fallið frá ákvörðun byggingarnefndar um að nefna götuna Grundargata og er samþykkt í hreppsnefnd að nefna götuna Laugaveg. Í fundargerð byggingarnefndar frá 27. nóvember 1984 er tekið fyrir erindið: Bréf frá íbúum Laugavegs. í öllum fundargerðum umræddar bókar sem eftir koma á árunum 1984-1990 er alltaf talað um lóðir og byggingar við Laugaveg. Aldrei kemur fram nafnið Laugarvegur. Á skipulagsuppdrætti samþykktum af hreppsnefnd Seyluhrepps 11.03.1997 og Skipulagsstjóra ríkisins eru götunöfn Varmahlíðar skráð og gatan þar skrifuð Laugavegur. Að framangreindu virtu hafnar Skipulags- og byggingarnefnd umbeðinni nafnbreytingu götunnar.“
Í dag liggur fyrir erindi dagsett 21. september sl. undirritað af miklum meirihluta eigenda fasteigna við Laugaveg þar sem óskað er eftir að nafni götunar verði breytt og gatan fái heitið Laugarvegur.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins.
8.Varmahlíð iðnaðarsvæð 146141 - Lóðarmál
Málsnúmer 2103327Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá nefndarinnar 16. apríl 2019., þá bókað:
„Fyrirliggjandi er umsókn Indriða Þórs Einarssonar sviðsstjóra veitu og framkvæmdasviðs fh. sveitarfélagsins um heimild til girða af núverandi móttökusvæði, gámasvæði, fyrir sorp í Varmahlíð. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera nákvæmari tillögu að staðsetningu og skoða jafnframt lóðarmál þeirra fasteigna sem eru á umræddu svæði.“
Lagðar fram tillögur að lóðarblöðum fyrir lóðirnar Varmahlíð iðnaðarsvæði L146141 og Varmahlíð iðnaðarsvæði L146142 auk afstöðumyndar með hæðarlegu vegna Sorpmóttökulóðar í Varmahlíð. Þá liggur fyrir fundarsamþykkt lóðarhafa lóðarinnar Varmahlíð iðnaðarsvæði L146141 dags. 17. mars s.l. þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemd við afmörkun þeirrar lóðar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.
„Fyrirliggjandi er umsókn Indriða Þórs Einarssonar sviðsstjóra veitu og framkvæmdasviðs fh. sveitarfélagsins um heimild til girða af núverandi móttökusvæði, gámasvæði, fyrir sorp í Varmahlíð. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera nákvæmari tillögu að staðsetningu og skoða jafnframt lóðarmál þeirra fasteigna sem eru á umræddu svæði.“
Lagðar fram tillögur að lóðarblöðum fyrir lóðirnar Varmahlíð iðnaðarsvæði L146141 og Varmahlíð iðnaðarsvæði L146142 auk afstöðumyndar með hæðarlegu vegna Sorpmóttökulóðar í Varmahlíð. Þá liggur fyrir fundarsamþykkt lóðarhafa lóðarinnar Varmahlíð iðnaðarsvæði L146141 dags. 17. mars s.l. þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemd við afmörkun þeirrar lóðar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.
9.Nestún 1 til 14 - Íbúðalóðir til úthlutunar.
Málsnúmer 2108182Vakta málsnúmer
Einar E. Einarsson formaður upplýsir að umsóknir hafi borist í allar lóðirnar, annaðhvort sem fysta val eða til vara. Rétt þykir að gengið verði úr skugga um að lóðarumsóknir fullnægi skilyrðum reglna sveitarfélagsins um úthlutun lóða áður en dregið verði úr umsóknum. Stefnt er að útdrætti 12. október nk., kl. 16:00. Af gefnu tilefni áréttar nefndin mikilvægi þess að skv. grein úthlutunarreglanna nr. 4.6. geti einn og sami umsækjandinn einungis sótt um eina tiltekna lóð sem fyrsta val og aðra tiltekna lóð til vara. Starfsmanni nefndarinnar er falið að kalla eftir frekari gögnum frá umsækjendum til að hægt sé að úthluta lóðum samkvæmt reglum sveitarfélagsins. Jafnframt áréttar nefndin að leitast skuli við að ljúka úthlutun til þeirra sem ekki hafa fengið lóð úthlutað í fyrstu lotu en sóttu um innan tilskilins frests.
10.Lóðarúthlutun skipulags- og byggingarnefndar - Kleifatún 9-11
Málsnúmer 2106266Vakta málsnúmer
Með vísan til minnisblaðs Landslaga frá 2. september 2021 liggur fyrir að ekki er til gilt deiliskipulag af svæðinu. Með vísan til þess er sveitarstjóra falið að leita samkomulags við lóðarhafa um afturköllun úthlutunar lóðarinnar gegn úthlutun annarrar lóðar í stað hennar. Jafnframt er lagt til að fljótlega verði farið í vinnu við gerð deiliskipulags af svæðinu. Þar verði m.a., í samráði við íbúa, skoðuð nýting núverandi opinna svæða og hvort rétt sé að halda þeim óbreyttum eða nýta þau á annan hátt. Sveitarstjóra er falið að tilkynna lóðarhafa framangreint sem og þeim sem athugasemdirnar gerðu. Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður nefndarinnar, vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
11.Ný lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana
Málsnúmer 2109066Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Skipulagsstofnun vekur athygli á nýjum lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana sem tóku gildi þann 1. september síðastliðinn. Ný lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana númer 111/2021.
Fundi slitið - kl. 16:45.