Fara í efni

Skólanefnd

2. fundur 31. júlí 1998 kl. 10:00 - 13:20 Í fundarsal sveitarstjórnar

2. fundur skólanefndar haldinn föstudaginn 31. júlí, kl. 10,00. Fundurinn haldinn í fundarsal sveitarstjórnar. Mættir voru undirritaðir.

Formaður setti fundinn og bauð velkominn til starfa forstöðumann skólaskrif­stofunnar.

Gengið var til dagskrár.

  1.      Skólastjóraráðning við Grunnskóla Hofsóss.

Formaður gerði grein fyrir stöðu mála.

Ein umsókn hefur borist um stöðuna, frá Jóhanni Stefánssyni. Skólanefnd hafnar umsókninni.

Stefanía H. Leifsdóttir situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

  2.      Umsóknir um stöður skólastjóra og leiðbeinenda við Sólgarðaskóla.

Umsókn um skólastjórastöðu: Guðrún H. Halldórsdóttir, fyrrverandi skólastjóri og leiðbeinandi.

Umsókn um kennarastöðu: Arnþrúður Heimisd., leiðbeinandi.

Skólanefnd samþykkir að ráða áðurnefnda umsækjendur í stöðurnar.

  3.      Umsókn um stöðu leiðbeinanda og starfsmanns við Grunnskólann á Hólum.

Umsókn um kennarastöðu: Sigrún Lóa Jósepsdóttir, leiðbeinandi.

Þá er óskað eftir að fá að ráða í nýtt starf: gæslu, félagsstörf og ræstingu, u.þ.b. 75% starf.

Skólanefnd samþykkir umsóknina svo og að skólastjóri geti auglýst eftir starfsmanni í hið nýja starf.

  4.      Skólaritari við Grunnskólann á Sauðárkróki.

Skólanefnd leggur til að skólastjóra verði veitt heimild til að ráða skólaritara í 100% starf við Grunnskóla Sauðárkróks frá og með næsta skólaári.

  5.      Aukafjárveiting vegna sameiningar Barna- og Gagnfræðaskóla Sauðárkróks.

Skólanefnd leggur til að Grunnskólanum á Sauðárkróki verði veitt aukafjárveiting vegna sameiningar skólanna á Sauðárkróki.

  6.      Skipulag skólamála í Skagafirði.

Skólanefnd grunnskólanna í Skagafirði samþykkir að skólahald verði með óbreyttum hætti næsta skólaár, nema um annað komi ótvíræðar óskir og skulu þá allar hugsanlegar breytingar í skólahaldi framkvæmdar í nánu samstarfi við starfsfólk og þá íbúa, sem í hlut eiga.

  7.      Leikskólamál:

a)    Umsókn um launalaust ársleyfi frá 1. sept. ´98 til 1. sept. ´99. Frá Lindu Hlín Sigbjörnsdóttur, leikskólakennara á Furukoti.

b)   Umsókn um launalaust leyfi frá Herdísi Jónsdóttur, leikskólakennara, Glað­heimum, frá 1. sept. ´98 til 1 jan. ´99. Jafnframt óskar hún eftir að vera í 50% starfshlutfalli frá 1. jan. ´99.

c)    Umsókn um launalaust leyfi frá 1. sept. ´98 til 1. sept. ´99 frá Sigrúnu Lóu Jósepsdóttur, starfsmanni á Glaðheimum.

d)   Uppsögn frá 1. sept. ´98 frá Brynhildi Björgu Jónsdóttur, leikskólakennara, Glaðheimum.

e)    Uppsögn frá 1. júlí ´98 frá Bryndísi Siemsen, leikskólakennara á Glaðheimum.

f)    Uppsögn frá 1. júní ´98 frá Sigríði Stefánsd., leikskólastjóra, Furukoti.

Skólanefnd samþykkir framkomnar umsóknir um launalaust leyfi.

8.      Mætt er byggingarnefnd Grunnskóla Sauðárkróks til fundar við skólanefnd.

Nefndarmenn kynntu þær hugmyndir, sem þeir höfðu verið að vinna að.

Formaður skólanefndar kynnti bókun, sem gerð var á 1. fundi skólanefndar, þar sem ákveðið var að kanna hvort hægt væri að byggja (allan) skólann undir sama þaki.

Bygginganefnd vék af fundi.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13,20.