Skólanefnd
3. fundur skólanefndar haldinn mánudaginn 10. ágúst kl. 10.00 í fundarsal sveitastjórnar (Skrifstofu Skagafjarðar). Mættir voru undirritaðir. Fundarritari, Rúnar Vífilsson. Gengið var til útsendrar dagskrár.
1. Ráðning skólastjóra við Grunnskólann á Hofsósi.
Formaður kynnti nýjar hugmyndir um úrlausn þessa máls. Lagt var til að Björn Björnsson verði ráðinn skólastjóri við Grunnskólann á Hofsósi til eins árs. Skólanefnd mun vinna að skipulagi skólamála í hinu nýja sveitarfélagi. Þeirri vinnu á að vera lokið fyrir næsta skólaár og í þessu ljósi þykir ekki rétt að ráða nema til eins árs.
Stefania H. Leifsdóttir lýsir yfir andstöðu við þessa ráðstöfun og því að skólastjórastaða hafi ekki verið auglýst aftur. Meirihluti skólanefndar benti á að staðan hafi verið auglýst og að fyrrverandi skólastjóri Björn Björnsson eigi rétt á sambærilegri stöðu innan sveitarfélagsins, standi hún til boða.
2. Forstöðumaður Skólaskrifstofu gerði grein fyrir stöðunni í kennararáðningum við skólana í Skagafirði.
3. Tekið fyrir erindi frá foreldrum nemenda í 9. bekk úr Lýtingsstaðahreppi. Óskað er eftir því að 9. bekkur fari í Varmahlíðarskóla næsta vetur. Formaður leggur til að 9. bekkur fari í Varmahlíðarskóla næsta vetur. Ekki verður breyting á stöðugildum hjá skólum við þessa samþykkt. Skólanefnd samþykkti þessa ráðstöfun.
4. Trúnaðarmál, sjá trúnaðarbók.
Mættur á fund Óskar G. Björnsson, skólastjóri Grunnskólans á Sauðárkróki
5. Framtíð Barnaskóla Rípurhrepps. Tekið fyrir erindi frá foreldrum allra skólabarna úr Rípurhreppi. Ákveðið að formaður ræddi við foreldrana og skólastjóra áður en ákvörðun verður tekin.
6. Húsrýmisáætlun við Grunnskólann á Sauðárkróki. Forstöðumaður lagði fram gögn um húsrýmisáætlun fyrir skólann. Ákveðið að taka það fyrir síðar.
7. Næsti fundur skólanefndar. Haldinn föstudaginn 14. ágúst kl.1000. Farið verður í vettvangsheimsókn í Grunnskólann á Sauðárkróki.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1200