Fara í efni

Skólanefnd

4. fundur 14. ágúst 1998 kl. 10:00 - 12:00 Í Grunnskólanum á Sauðárkróki

4. fundur skólanefndar haldinn föstudaginn 14. ágúst kl.1000 í Grunnskólanum á Sauð­árkróki.  Mættir voru undirritaðir.  Fundarritari Rúnar Vífilsson.

Gengið var til dagskrár:

1. Lögð var fram handbók með helstu lögum og reglugerðum þessa málaflokks, auk skýrslu um ferð sérkennslufulltrúa á þing um samstarf fámennra skóla í Evrópu.

2. Málefni Grunnskóla Rípurhrepps. Tekið fyrir erindi frá foreldrum skólabarna um niðurlagningu skólans.  Skólanefnd samþykkti að leggja niður skóla í Rípurhreppi og  börnunum verði ekið í Grunnskólann á Sauðárkróki.

3. Erindi frá foreldrum í Lýtingsstaðarhreppi.  Farið er fram á að barnið þeirra verði vistað í Varmahlíðarskóla til frambúðar, í stað Steinsstaðaskóla.  Skóla­nefnd hafnar erindinu en vísar til samþykktar sinnar um endurskoðun skólamála í Skagafirði. 

4. Erindi frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum.  Ósk um frestun skóla­setningar um nokkra daga vegna framkvæmda við skólann.  Skólanefnd sam­þykkir erindið.

5. Tekið fyrir erindi frá foreldri úr Fljótum þar sem óskað er eftir vistun barna í Sólgarðaskóla, en þau eiga lögheimili í Kópavogi.  Skólanefnd samþykkir erindið og felur forstöðumanni Skólaskrifstofu að semja við Kópavogsbæ. 

6.Farið í vettvangsferð um húsnæði Grunnskólans á Sauðárkróki í fylgd með skólastjóra

7. Farið í drög að húsrýmisáætlun fyrir Grunnskólann á Sauðárkróki sem skólastjórnendur og forstöðumaður Skólaskrifstofu hafa unnið. 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.1200.