Skólanefnd
4. fundur skólanefndar haldinn föstudaginn 14. ágúst kl.1000 í Grunnskólanum á Sauðárkróki. Mættir voru undirritaðir. Fundarritari Rúnar Vífilsson.
Gengið var til dagskrár:
1. Lögð var fram handbók með helstu lögum og reglugerðum þessa málaflokks, auk skýrslu um ferð sérkennslufulltrúa á þing um samstarf fámennra skóla í Evrópu.
2. Málefni Grunnskóla Rípurhrepps. Tekið fyrir erindi frá foreldrum skólabarna um niðurlagningu skólans. Skólanefnd samþykkti að leggja niður skóla í Rípurhreppi og börnunum verði ekið í Grunnskólann á Sauðárkróki.
3. Erindi frá foreldrum í Lýtingsstaðarhreppi. Farið er fram á að barnið þeirra verði vistað í Varmahlíðarskóla til frambúðar, í stað Steinsstaðaskóla. Skólanefnd hafnar erindinu en vísar til samþykktar sinnar um endurskoðun skólamála í Skagafirði.
4. Erindi frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum. Ósk um frestun skólasetningar um nokkra daga vegna framkvæmda við skólann. Skólanefnd samþykkir erindið.
5. Tekið fyrir erindi frá foreldri úr Fljótum þar sem óskað er eftir vistun barna í Sólgarðaskóla, en þau eiga lögheimili í Kópavogi. Skólanefnd samþykkir erindið og felur forstöðumanni Skólaskrifstofu að semja við Kópavogsbæ.
6.Farið í vettvangsferð um húsnæði Grunnskólans á Sauðárkróki í fylgd með skólastjóra
7. Farið í drög að húsrýmisáætlun fyrir Grunnskólann á Sauðárkróki sem skólastjórnendur og forstöðumaður Skólaskrifstofu hafa unnið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.1200.