Skólanefnd
6. fundur skólanefndar, haldinn fimmtudaginn 3. september 1998 kl.1300 í fundarsal sveitarstjórnar. Mætt voru: Herdís Sæmundardóttir, Stefanía H. Leifsdóttir, Ingimar Ingimarsson, Páll Kolbeinsson, Kristjana Jónsdóttir og Rúnar Vífilsson.
Fundarritari: Rúnar Vífilsson.
Gengið var til dagskrár
- Skipulag skólaskrifstofu – skólamálastjóri.
- Fundir skólanefndar – skipan áheyrnarfulltrúa.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Skólanefnd samþykkir framkomnar tillögur um skipulag skólaskrifstofu og starfslýsingu skólamálastjóra. Skólanefnd samþykkir tillöguna samhljóða.Stefanía Hjördís Leifsdóttir vill að það komi fram, að þó eðlilegast hefði verið að auglýsa nýja stöðu skólamálastjóra í Skagafirði þá samþykki hún ráðningu Rúnars Vífilssonar í stöðuna í ljósi óvissra aðstæðna um skipulag skólamála í nýju sveitarfélagi þegar Rúnar var ráðinn í stöðu forstöðumanns Skólaskrifstofu Skagfirðinga og einnig vegna þess hve seint tillaga um ráðningu í stöðu skólamálastjóra kemur fram, eða í skólabyrjun.
Vegna bókunar Stefaníu Hjördísar vill undirrituð taka fram að ekki sé verið að ráða í nýja stöðu heldur breyta starfslýsingu starfsmanns sveitarfélagsins í ljósi breytts skipulags v/sameiningar. Sömu vinnureglur gilda um aðra starfsmenn sveitarfélagsins og vísast til samþykktar sameiningarnefndar frá 8. des.’97 og 5. jan.’98, um að starfsmönnum sveitarfélagsins skuli ekki sagt upp við sameininguna.
Herdís Á. Sæmundard.
Forstöðumaður skólaskrifstofu vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
2. Fundir skólanefndar – skipan áheyrnarfulltrúa.
Skólanefnd felur formanni og skólamálastjóra að ganga frá bréfi, sem sendast skal til grunn- og leikskólastjóra.
3. Önnur mál:
a) Kynnt erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem farið er fram á að Skólaskrifstofa Skagafjarðar afli upplýsinga um kennaraþörfina nú á haustdögum.
b) Skólanefnd samþykkti að ráðið verði í starf tómstundaftr. á starfssvæði grunnskólans á Hofsósi. Starfið verði 25% að meðtöldum þeim tímum, sem skólinn hefur haft til félagsstarfa.
c) Tekið fyrir bréf frá foreldrum úr Lýtingsstaðahreppi. Skólamálastjóra falið að kanna málið frekar.
d) Teknar fyrir hugmyndir frá Jóni Ormari Ormssyni varðandi samstarf skóla innan Skagafjarðar við aðra skóla, einkum á Vestnorræna svæðinu o.fl. Skólanefnd lýsir áhuga sínum á verkefninu og samþykkir að vinna áfram að málinu.
e) Skólanefnd samþykkir að fastir fundir nefndarinnar verði á þriðjudögum þegar ekki eru fundir sveitarstjórnar. Næsti fundur verði 15. september kl. 16,00.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1440.