Skólanefnd
7. fundur skólanefndar, haldinn þriðjudaginn 15. september 1998 kl.1600 í fundarsal sveitarstjórnar. Mættir voru: Herdís Sæmundardóttir, Páll Kolbeinsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Helgi Sigurðsson og Rúnar Vífilsson.
Fundarritari: Rúnar Vífilsson.
Gengið var til útsendrar dagskrár:
- Minnisblað frá fundi með trúnaðarmönnum kennara um launamál.
- Úrskurðir og álitamál. Svör ráðun. við fyrirsp., kærum og ágreiningsmálum.
- Umsókn um styttingu starfstíma Sólgarðaskóla.
- Bréf og skóladagatal Steinsstaðaskóla.
- Til upplýsingar – haustþing KSNV og SNV.
- Umsókn um leikskólastarf á Furukoti.
- Minnisblað frá fundi leikskólastjóra með skólamálastjóra.
- Ýmsar upplýsingar um Tónlistarskóla Skagafjarðar.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Formaður gerði grein fyrir þeim viðræðum sem átt höfðu sér stað við trúnaðarmenn kennara í Skagafirði. Kennarar fóru með niðurstöður fundarins til sinna samstarsfmanna. Hafa nú sent inn kröfur sínar. Væntanlegur fundur með kennurum í næstu viku.
- Úrskurðir og álitamál. Svör ráðuneytisins við fyrirspurnum, kærum og ágreiningsmálum kynnt.
- Rætt um starfstíma Sólgarðaskóla. Skólamálastjóra falið að ræða við skólastjóra um málið.
- Bréf og skóladagatal Steinsstaðaskóla kynnt.
- Til upplýsingar – haustþing KSNV og SNV, sem haldið verður í Varmahlíð 2. október, kynnt.
- Umsókn um leikskólastjórastarf á Furukoti. Skólanefnd leggur til að Hanna María Ásgrímsdóttir verði ráðin leikskólastjóri við Leikskólann Furukot frá og með næstu mánaðamótum.
- Kynnt minnisblað frá fundi leikskólastjóra með skólamálastjóra. Ákveðið að kalla leikskólastjórana á fund skólanefndar 29. september og ræða um gjaldskrármál, húsnæðismál og fleira.
- Ýmsar upplýsingar um Tónlistarskóla Skagafjarðar og Tónlistarskóla Sauðárkróks.
Ákveðið að boða tónlistarskólastjórana á fund við fyrsta tækifæri.
9. Önnur mál:
a) Niðurfelling á leikskólagjöldum samkvæmt lista, sjá trúnaðarbók.
b) Kynnt minnisblað frá fundi formanns og skólamálastjóra með skólastjórum.
c) Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að sú breyting verði gerð á samþykktum sveitarfélagsins að daggæsla í heimahúsum og gæsluvellir heyri undir félagsmálanefnd en ekki skólanefnd eins og nú er.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1755.