Fara í efni

Skólanefnd

19. fundur 19. janúar 1999 kl. 16:00 Í fundarsal sveitarstjórnar

Árið 1999, þriðjudaginn 19. janúar kl. 16.00 kom skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
Mætt voru:  Páll Kolbeinsson, Ingimar Ingimarsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Helgi Sigurðsson og Einar Gíslason, fundarritari Rúnar Vífilsson.
        Þá voru einnig mættir áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Óskar G. Björnsson fulltrúi skólastjóra, Fríða Eyjólfsdóttir og Bryndís Þráinsdóttir fulltrúar kennara og Þórarinn Sólmundarson fulltrúi foreldra.
Gengið var til dagskrár sem var í 11 liðum.

Dagskrá:

  1. Erindi vegna akstursmála.
  2. Starfsmannamál. 
    a)    Bréf v/leikskólafulltrúa. 
    b)   Bréf v/sérkennslufulltrúa.
  3. Námskeið SÍS fyrir sveitarstjórnarmenn – kynning.
  4. Samningar við skólastjóra.
  5. Umræður um kvótastörf í skólum (vegna fjárhagsáætlunar).
  6. Bréf frá foreldrafélögum skólanna að Hólum.
  7. Drög að erindisbréfi skólastjóra.
  8. Eignaskrá Grunnskóla Rípurhrepps.
  9. Erindi vegna GLOBE skólaverkefnis.
  10. Fyrstu punktar vegna stefnumótunar frá Grunnskólanum að Hólum.
  11. Önnur mál.
    a)    Ósk um leigu á skólastjórahúsi að Sólgörðum.
    b)   Ósk um leigu á skólamannvirkjum að Sólgörðum í sumar.

Afgreiðslur:

  1. Rætt um akstur leikskólabarna.  Skólamálastjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við samþykkt skólanefndar.  Fært í trúnaðarbók.
  2. a)  Erindi vegna vorfunda leikskólafulltrúa.  Skólanefnd samþykkir að taka þátt í kostnaði eins og farið var fram á.   
    b)   Sérkennslufulltrúi fer fram á leyfi frá störfum frá 15. september til 15. desember til að ljúka meistaraprófsnámi við Kennaraháskóla Íslands.  Skólanefnd samþykkir þriggja mánaða leyfið, en frestar afgreiðslu erindisins að öðru leyti.
  3. Stefanía Hjördís Leifsdóttir gerði grein fyrir námskeiði sem hún fór á. Námskeiðið var á vegum sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir sveitarstjórnarmenn.  Skólamálastjóra falið að kanna hver kostnaður yrði við að kaupa þetta námskeið norður.
  4. Fulltrúi skólastjóra fór fram á viðræður við skólanefnd um kjaramál þar sem skólastjórar fengu ekki aðild að samningum milli sveitarfélagsins og kennara.  Skólanefnd leggur til að samið verði við þá skólastjóra sem ekki hefur verið samið við.  Skólamálastjóra í samvinnu við sveitarstjóra falið að gera uppkast að samningum við skólastjórana.
  5. Skólamálastjóri kynnti hugmyndir að kvóta til skólanna.  Unnið vegna fjárhagsáætlunar 1999.
  6. Erindi frá foreldrafélögum leikskólans og grunnskólans að Hólum varðandi samstarf leikskólans Brúsabæjar og Grunnskólans að Hólum.
  7. Skólamálastjóri kynnti drög að erindisbréfi skólastjóra.  Lagt fram til kynningar.
  8. Lögð fram eignaskrá fyrir Grunnskóla Rípurhrepps sem fyrrverandi skólastjóri hefur tekið saman. Skólanefnd leggur til að eignirnar renni til Grunnskólans á Sauðárkróki þar sem nemendur fyrrum Rípurhrepps eru þar í skóla.
  9. Erindi vegna GLOBE skólaverkefnis, en þar er lögð áhersla á raungreinakennslu.  Skólamálastjóra falið að kynna verkefnið fyrir skólastjórum.
  10. Punktar vegna stefnumótunar skólanefndar frá skólastjóra og kennurum að Hólum.  Lagt  fram til kynningar.
  11. Önnur mál:
         a)    Ósk um leigu á skólastjórahúsi að Sólgörðum í 6 mánuði.  Skólanefnd samþykkir leiguna í 6 mánuði, sem þá verður endurskoðað.  Stefanía Hjördís Leifsdóttir situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.
         b)   Ósk um leigu á skólamannvirkjum að Sólgörðum í sumar.  Skólanefnd samþykkir leiguna og felur skólamálastjóra, í samvinnu við sveitarstjóra, að ganga frá samningnum. Stefanía Hjördís Leifsdóttir situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.
         c)    Skólastjóri Grunnskólans á Sauðárkróki kynnti mál fyrir skólanefnd.  Fært í trúnaðarbók.

Fleira ekki gert, fundi slitið.