Skólanefnd
Árið 1999, þriðjudaginn 2. febrúar kl. 16.00 kom skólanefnd saman til vinnufundar í fundarsal sveitarstjórnar.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundard., Ingimar Ingimarsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Helgi Sigurðsson og Rúnar Vífilsson skólamálastjóri.
Fundarritari: Rúnar Vífilsson.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun 1999.
- Stefnumótun skólanefndar.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Skólamálastjóri kynnti drög að fjárhagsætlun fyrir málaflokka skólanefndar.
- Lagðir fram umræðupunktar vegna stefnumótunar skólanefndar, frá Steinsstaðaskóla.
- Umræða um fundartíma skólanefndar og fyrirkomulag funda.
Fleira ekki gert, fundi slitið.