Skólanefnd
Árið 1999, þriðjudaginn 29. júní kl. 900 kom skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Ingimar Ingimarsson og skólamálastjóri Rúnar Vífilsson og fulltrúi Akrahrepps Dalla Þórðrdóttir. Fundarritari Rúnar Vífilsson.
Gengið var til dagskrár sem var einn liður.
DAGSKRÁ:
- Ráðning skólastjóra Tónlistarskólans.
AFGREIÐSLA:
- Skólanefnd Skagafjarðar og fulltrúi Akrahrepps eru sammála um að mæla með Sveini Sigurbjörnssyni í stöðu skólastjóra Tónlistarskólans.
Fulltrúi Akrahrepps vildi láta bóka eftirfarandi:
"Að gefnu tilefni skal áréttað að það er vilji hreppsnefndar Akrahrepps að nýr sameinaður tónlistarskóli í Skagafirði verði sameign sveitarfélaganna tveggja. Umræður um það hafa staðið frá því í apríl og eru ekki til lykta leiddar. Við þær aðstæður er óeðlilegt að annað sveitarfélagið ráði málum einhliða. Geta verður þess að Akrahreppur er annar af rekstraraðilum Varmahlíðarskóla og á hlut í því húsnæði þar sem tónlistarkennsla fer fram".
Fleira ekki gert, fundi slitið.