Skólanefnd
Árið 1999, þriðjudaginn 14. september kl. 1800 kom skólanefnd saman á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Helgi Sigurðsson varaformaður, Ingimar Ingimarsson, Einar Gíslason, Lárus Dagur Pálsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, skólamálastjóri Rúnar Vífilsson og fulltrúi Akrahrepps Dalla Þórðardóttir.
Einnig áheyrnarfulltrúarnir: Sveinn Sigurbjörnsson fulltrúi tónlistarskólans, Sigríður Stefánsdóttir og Sonja Sigurðardóttir fulltrúar leikskóla, Hallgrímur Gunnarsson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Óskar Björnsson fulltrúi skólastjóra og Bryndís Þráinsdóttir og Fríða Eyjólfsdóttir fulltrúar kennara. Fundarritari Kristín Bjarnadóttir.
DAGSKRÁ:
LEIKSKÓLAMÁL:
a) Leikskólastjóri Furukoti.
b) Bréf frá foreldrum í Fljótum.
c) Dagvistunarúrræði í Fljótum.
d) Fjarnámsnemar við Háskólann á Akureyri.
e) ½ staða við Glaðheima v/fatlaðs einstaklings.
TÓNLISTARSKÓLAMÁL:
f) Gjaldskrá Tónlistarskólans.
g) Reglugerð fyrir Tónlistarskólann.
h) Erindisbréf skólastjóra Tónlistarskólans.
i) Starfsmenn Tónlistarskólans.
j) Samkomulag vegna leigu á Höfðaborg.
k) Ritari vegna Tónlistarskóla.
GRUNNSKÓLAMÁL:
l) Skólaakstur.
m) Skóladagheimili við Árskóla.
n) Kynning á nýjum námsskrám.
o) Upptökusvæði skóla.
p) Umsókn um skólavist.
q) Bréf frá foreldrafélagi Grunnskólans að Hólum.
r) Lengd viðvera við Grunnskólann að Hólum.
S) ÖNNUR MÁL:
- Ársskýrsla skólaskrifstofu.
- Gæðagreinar - mat á skólastarfi.
- Kynning á degi íslenskrar tungu.
- Heimsókn nemenda frá Koge.
AFGREIÐSLUR:
LEIKSKÓLAMÁL:
a. Sonja Sigurðardóttir leikskólastjóri er að fara í barnsburðarleyfi. Ekki hefur enn fengist leikskólastjóri í stað hennar. Sigríður Stefánsdóttir er tilbúin til að leysa vandann til bráðabirgða og vera í 50% vinnu við leikskólann.
b-c. Kynnt bréf frá foreldrum í Fljótum varðandi gæsluvöll. Rúnari og Sigríði ásamt félagsmálastjóra falið að halda áfram að vinna að því að koma á fót gæsluvelli sem myndi hefja starfsemi sem fyrst og vera með 4 tíma vistun á Sólgörðum.
d. 4 fjarnámsnemar eru í náminu úr Skagafirði, við Háskólann á Akureyri.
e. Samþykkt ½ staða við Glaðheima v/fatlaðs einstaklings.
Viku nú áheyrnarfulltrúar leikskóla af fundi.
Hallgrímur Gunnarsson
Sigríður Stefánsdóttir
Sonja Sigurðardóttir
TÓNLISTARSKÓLAMÁL:
f. Gjaldskráin samþykkt.
g. Reglugerð fyrir Tónlistarskólann lögð fram til kynningar.
h. Erindisbréf skólastjóra Tónlistarskólans lagt fram til kynningar.
i. Sveinn kynnti hvaða starfsmenn yrðu við Tónlistarskólann í vetur.
j. Kynnt samkomulag vegna leigu Tónlistarskólans á aðstöðu undir tónlistarkennslu í Höfðaborg á Hofsósi.
k. Samþykkt að ráða ekki ritara við Tónlistarskólann í bili, en skoða málið við næstu fjárhagsáætlunargerð.
Vék nú Sveinn Sigurbjörnsson af fundi.
Sveinn Sigurbjörnsson
GRUNNSKÓLAMÁL:
l. Rúnar kynnti hverjir yrðu með skólaakstur í sveitarfélaginu í vetur.
m. Óskar Björnsson sagði frá því hvernig hefði gengið að fara af stað með skóladagheimilið við Árskóla. Fram kom hjá honum að það hefði gengið mjög vel og væri mjög vel nýtt. Samþykkt að öll börn sem eru í skólaakstri greiði ekkert gjald fyrir þann tíma sem þau eru á skóladagheimilinu.
n. Rúnar ræddi kynningar um nýjar námsskrár fyrir Grunnskóla, honum falið að skoða þær nánar ásamt skólastjórum í sveitarfélaginu.
o. Kynnt upptökusvæði skóla í Skagafirði, samþykkt að vísa því til umsagnar skólastjóra.
p. Umsókn um skólavist fyrir barn frá Sauðárkróki í Varmahlíðarskóla í vetur. Umsóknin samþykkt.
q-r. Samþykkt að setja á stofn skóladagheimili við Grunnskólann á Hólum, í tengslum við leikskólann.
S. ÖNNUR MÁL:
- Rúnar kynnti ársskýrslu Skólaskrifstofu.
- Gæðagreinar skoðaðir, en það er bæklingur til að hjálpa starfsmönnum skóla að meta gæði starfsins í skólunum.
- Kynning á degi íslenskrar tungu sem haldinn verður 16. nóvember nk.
- Skólanefnd samþykkir að beina því til byggðarráðs að veittur verði 60.000 kr. styrkur sem tekinn verði af liðnum vinabæjarsamskipti til að taka á móti nemendum frá vinabænum Koge, en þau koma hingað í heimsókn nk. mánudag. Nemendur þessir eru að endurgjalda heimsókn Árskóla.
Fleira ekki gert, fundargerð samþykkt. Fundi slitið.