Skólanefnd
Árið 1999, þriðjudaginn 7. desember kl. 1600 kom skólanefnd saman í fundarsal sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Mætt voru: Herdís Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Lárus Dagur Pálsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Ingimar Ingimarsson.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna Bryndís Óladóttir og Erna Rós Hafsteinsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir leikskólafulltrúi og Rúnar Vífilsson skólamálastjóri. Fundarritari Rúnar Vífilsson.
DAGSKRÁ:
Vettvangsferð:
a) Tónlistarskólinn (útibúið á Sauðárkróki).
b) Leikskólinn Glaðheimar.
c) Leikskólinn Furukot.
Leikskólamál:
d) Sumarlokanir.
e) Bréf frá foreldrafélagi leikskóla.
Tónlistarskólamál:
f) Gjaldskrármál.
g) Kynntar hugmyndir um annað skipulag kennslu.
Önnur mál:
h) Fjárhagsáætlun, kynnt frumdrög.
AFGREIÐSLUR:
a-c) Tónlistarskólinn, Leikskólinn Glaðheimar og Leikskólinn Furukot á Sauðárkróki skoðaðir. Ákveðið að fara aftur í heimsókn síðar.
d) Leikskólafulltrúi kynnti hugmyndir um sumarlokanir sem fram komu á fundi með leikskólastjórum.
LOKUN:
Barnaborg frá 3. júlí - 25. ágúst 8 vikur
Birkilundur frá 10. júlí - 14. ágúst 5 vikur
Brúsabær frá 3. júlí - 25. ágúst 8 vikur
Furukot frá 24. júlí - 11. ágúst 3 vikur
Glaðheimar frá 24. júlí - 11. ágúst 3 vikur
Skólanefnd samþykkir framkomnar hugmyndir. Stefanía Hjördís óskar að bókað sé að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
e) Tekið fyrir bréf frá foreldrafélagi Glaðheima. Spurst var fyrir um boðleiðir upplýsinga frá skólanefnd. Skólamálastjóra falið að svara bréfinu. Skólanefnd vill þó benda á að félög áheyrnarfulltrúa setji sér sínar eigin reglur um boðleiðir.
Sigríður Stefánsdóttir
Bryndís Óladóttir
Erna Rós Hafsteinsdóttir
f) Kynntar tvær tillögur að gjaldskrárhækkunum. Skólanefnd tekur afstöðu til þessara tillagna á næsta fundi.
g) Skólastjóri kynnti hugmyndir um kennslumagn og skiptingu þess milli hljóðfæra deilda skólans.
Sveinn Sigurbjörnsson
h) Skólamálastjóri kynnti fyrstu hugmyndir að fjárhagsáætlun.
Fleira ekki gert, fundi slitið.