Fara í efni

Skólanefnd

36. fundur 18. júlí 2000 kl. 17:00 Í fundarsal sveitarstjórnar

 

Árið 2000, þriðjudaginn 18. júlí kl. 1700 kom skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Einar Gíslason, Gísli Gunnarsson og Rúnar Vífilsson skólamálastjóri.
Þá sátu einnig fundinn áheyrnarfulltrúarnir Bryndís Óladóttir og Erna Rós Hafsteinsdóttir frá leikskólunum og Ásdís Hermannsdóttir frá grunnskólunum.  Fundarritari Rúnar Vífilsson. 

DAGSKRÁ:

  1. Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  2. Samanburðarkönnun VSÓ ráðgjöf. 

AFGREIÐSLUR:

  1. Formaður nefndarinnar kynnti þann hluta áætlunarinnar sem snýr að fræðslumálum, bæði rekstur málaflokka og fjárfestingar. Skólanefnd leggur til að aftan við kaflann um fræðslumál komi eftirfarandi texti: "Hér er um að ræða frum tillögur og leitað verði samstarfs og samráðs við kennara og foreldra. Tillögurnar verða til endurskoðunar við gerð næstu þriggja ára áætlunar".  Skólanefnd gerir ekki aðrar athugasemdir við tillögurnar.
  2. Formaður kynnti samanburðarkönnun leikskóla og grunnskóla sem VSÓ ráðgjöf vann.  Skólamálastjóra falið að útvega skólanefndarmönnum eintök af könnuninni. 

Fleira ekki gert, fundi slitið.